Enski boltinn

Frammistaðan betri en í fyrra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rodgers var ánægður með leik sinna manna í dag.
Rodgers var ánægður með leik sinna manna í dag. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var afar ánægður eftir jafntefli sinna manna gegn Arsenal í stórleik dagsins í enska boltanum. Liverpool skellti Arsenal 5-1 á Anfield á síðasta tímabili og segir Rodgers að hann hafi verið ánægðari með leikinn í dag, en þann leik.

„Það er enginn vafi á því að við áttum að vinna leikinn. Frammistaða okkar var stórbrotin. Frammistaða okkar var betri núna heldur en þegar við unnum hér 5-1 í fyrra," sagði Rodgers við BBC í leikslok.

„Við áttum skilið að vera 1-0 yfir í hálfleik, en þá gáfum við dapurt mark rétt fyrir hálfleik. Það getur dregið úr sjálfstraustinu."

Martin Skrtel jafnaði metin þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og segir Rodgers að Liverpool hafi átt jöfnunarmarkið skilið:

„Í síðari hálfleiknum héldum við áfram að pressa, reyna og búa til. Síðan gáfum við annað mark, en þrátt fyrir að vera einungis tíu inná héldum við áfram og uppskárum svo mark sem við áttum skilið fyrir karakterinn sem við sýndum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×