Innlent

Framlengja frest á nauðungarsölum um fimm mánuði

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að framlengja heimild til frestunar á loka nauðungarsölum á íbúðarhúsnæði um fimm mánuði, eða til mars loka á næsta ári.

Ögmundur Jónasson dóms- og samagönguráðherra greindi frá þessu í umræðum um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við skuldastöðu heimilanna á Alþingi í gær. Fresturinn átti að renna út í lok þessa mánaðar.

Síðari uppboð á 56 húseignum eru auglýst í Morgunblaðinu í dag, en mikill meirihluti eigna, sem fer á síðara uppboð, fer endanlega undir uppboðshamarinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×