Innlent

Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins: Segir íslenska eiginmenn kúga múslimakonur

Bjarki Ármannsson skrifar
Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, fjallar um neikvæð viðbrögð við byggingu mosku í Reykjavík í grein sinni í gær.
Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, fjallar um neikvæð viðbrögð við byggingu mosku í Reykjavík í grein sinni í gær. Vísir/Vilhelm/GVA
Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segist þekkja „allmargar“ múslimakonur sem hafi verið kúgaðar og látnar líða fyrir það að vera konur. Hún segir að henni myndi ef til vill ganga betur að skilja neikvæð viðbrögð sumra við byggingu mosku í Reykjavík ef múslimar hefðu staðið á bak við þetta ofbeldi, en ekki íslenskir eiginmenn kvennanna.

Þetta skrifar hún í aðsendri grein sem birtist í Reykjavík vikublað í gær. Lýsingar Sigþrúðar á meðferð kvennanna sem um ræðir er frekar sláandi. Hún segir þær hafa verið lamdar, brenndar, bitnar, þeim nauðgað og nefnir fleiri dæmi um óhugnanlegt ofbeldi. Þetta ofbeldi hafi „oftast“ verið af hálfu Íslendinga.

Hún segist ekki skilja hvers vegna „fólk sem ekki aðhyllist nein trúarbrögð getur þolað kirkjur um allar jarðir en ekki tilhugsunina um eina mosku.“ Ennfremur segist hún ekki skilja hvers vegna fólk sem er í „í öruggu sambandi við guðinn sinn sér ógn í því að aðrir fái tækifæri til að byggja upp samband við sinn guð.“

Orðrétt segir Sigþrúður í greininni:

Ég þekki allmarga múslima, aðallega konur og börn. Konurnar hafa næstum allar verið kúgaðar og þær hafa liðið fyrir það að vera konur enda kynnist ég þeim í húsi þar sem konur koma í kjölfar kynbundins ofbeldis og kúgunar. Þær hafa verið lamdar, brenndar, bundnar, skornar og bitnar, það hefur verið sparkað í þær, þær dregnar á hárinu, höfðinu á þeim haldið ofan í vatni, þeim kastað niður af svölum og hent út úr bíl á ferð.

Þeim hefur verið nauðgað, þeim hefur verið hótað öllu illu og þær hafa verið uppnefndar, spottaðar, skammaðar, niðurlægðar og ásakaðar. Ég held að mér gengi örlítið betur að skilja umræður dagsins um moskur og múslima ef þessar konur hefðu verið beittar ofbeldi af hálfu múslímskra samlanda sinna en ekki íslenskra eiginmanna eins og reyndar er oftast tilfellið.


Tengdar fréttir

Salman Tamimi kærir hatursfull ummæli

Salman Tamimi, trúarleiðtogi múslima á Íslandi, ætlar að kæra ummæli sem féllu á athugasemdakerfi Vísis og víðar í vikunni.

Hægt að byrja á byggingu mosku strax eftir helgi

„Við getum ekki verið ósátt með lýðræðislega umræðu. Við lítum á þetta sem tækifæri að upplýsa fólk um trúarbrögðin. Við vissum af þessari andstöðu í þjóðfélaginu og ummælin hafa örugglega gefið Framsóknarflokknum aukið fylgi," segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima.

„Þessi moska kemur aldrei til með að rísa!“

Lögregla hefur lokað Svínshausamálinu. Sverrir Agnarsson telur lögreglu ekki hafa haft nokkurn áhuga á að leysa málið en sá sem gaf sig fram á sínum tíma hótar frekari aðgerðum og segir þungavigtarmenn að baki; lögmenn og lögreglumenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×