Fótbolti

Framkvæmdastjóri FIFA fær 45 daga til viðbótar í skammarkróknum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jerome Valcke er í vondum málum.
Jerome Valcke er í vondum málum. vísir/getty
Siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, framlengdi tímabundinn brottrekstur Jerome Valcke um 45 daga. Þetta kemur fram á Sky Sports.

Valcke, sem er grunaður um mikla spillingu og að hafa hagnast persónulega á miðasölu í kringum heimsmeistaramót, fær því ekki að hafa afskipti af fótbolta eða málefnum FIFA í 45 daga til viðbótar.

Siðanefndin lagði til að Valcke yrði dæmdur í níu ára bann frá fótbolta líkt og Sepp Blatter og Michel Platini sem dæmdir voru í átta ára bann.

Rannsóknarmenn siðanefndarinnar eru á fullu að skoða mál Valcke sem hefur lengi verið grunaður um að hagnast persónulega af miðasölu á HM.


Tengdar fréttir

FIFA hefur yfirgefið mig

Sepp Blatter, brottrekinn forseti FIFA, vorkennir sjálfum sér í nýju viðtali við þýskt tímarit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×