Erlent

Framkvæmdastjóri AGS ákærður fyrir nauðgun

Heimir Már Pétursson skrifar
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, var handtekinn í New York í Bandaríkjunum í gærkvöld, sakaður um að hafa reynt að nauðga herbergisþernu á hóteli í borginni.

Lögregla var kölluð að hótelinu eftir að Strauss-Kahn hafði yfirgefið það. Hann var handtekinn á Kennedy flugvelli rétt áður en hann hugðist fljúga með Air France farþegaflugvél til Parísar. En í dag stóð til að hann fundaði með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands um fjármálakreppuna í Grikklandi. Á mánudag og þriðjudag átti hannað eiga fundi með fjármálaráðherrum Evrópusambandsríkjanna um sama málefni.

Herbergisþernan sem er 32 ára, segir að þegar hún kom til að þrífa svítuna sem Strauss-Kahn bjó í og hún hélt að hefði þegar skráð sig út af um fjögur leytið að íslenskum tíma í gær, hafi hann komið nakinn út af baðherbeginu. Hann hafi elt hana um herbergið og fram á gang þar sem hann náði henni og togaði með sér inn í svítuna og inn á baðherbergið. Þar hefði hann neytt hana til munnmaka við sig og reynt að klæða hana úr nærfötunum.

Þegar lögregla kom á hótelið var Strauss-Kahn farinn en hafði skilið eftir farsíma sinn. Lögregla komst að því að hann væri á Kennedyflugvelli á leið úr landi og lét lögreglu á flugvellinum vita, sem handtók Strauss-Kahn á fyrsta farrými um borð í Air France þotunni, um það bil sem flugvélin var að yfirgefa flugstöðina.

Þetta er mikið áfall fyrir feril Strauss-Kahn sem nefndur hefur verið mögulegur forsetaframbjóðandi sósíalista í Frakklandi í forsetakosningunum þar á næsta ári. Hann hefur áður lent í vandræðum vegna samskipta sinna við konur. Þegar hann var nýtekinn við framkvæmdastjórastöðunni hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum baðst hann afsökunar á ástarsambandi sem hann átti við lægra setta samstarfskonu hjá sjóðnum, en Strauss-Kahn er kvæntur og á fjögur börn.


Tengdar fréttir

Framkvæmdastjóri AGS handtekinn vegna kynferðisbrots

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var handtekinn í New York í dag. Hann er sakaður um kynferðisbrot gegn hótelþernu, eftir því sem fram kemur á vef The New York Times.

AGS tjáir sig ekki um mál framkvæmdastjórans

Caroline Atkinson, framkvæmdastjóri ytri samskipta hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni ekkert tjá sig um mál framkvæmdastjóra sjóðsins, sem var handtekinn í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×