MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR NÝJAST 17:45

Fyrrum fyrirliđi Brighton látinn

SPORT

Framherji Bournemouth má leika međ landsliđi Kongó

 
Enski boltinn
08:52 18. FEBRÚAR 2016
Afobe hefur skorađ grimmt síđustu mánuđina.
Afobe hefur skorađ grimmt síđustu mánuđina. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Benik Afobe, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Bournemouth, liggur nú undir feldi og íhugar hvort hann eigi að gefa kost á sér í landslið Kongó.

Afobe hefur leikið fyrir yngri landslið Englands en á þess kost að spila fyrir Kongó sem er heimaland foreldra hans.

„Við sjáum hvað setur í næsta landsleikjahléi. En ég veit að þeir hafa áhuga á mér og það er eitthvað sem ég þarf að ræða við fjölskyldu mína og umboðsmann,“ sagði Afobe sem vill ekki ana að neinu.

„Þetta er stór ákvörðun því þú getur ekki skipt eftir að þú spilar keppnisleik. Þú þarft að taka ákvörðun og lifa með henni,“ bætti framherjinn við.

Afobe, sem er uppalinn hjá Arsenal, sló í gegn hjá Wolves þar sem hann skoraði 22 mörk í 46 deildarleikjum. Hann var svo keyptur til Bournemouth í janúar fyrir rétt tæplega 10 milljónir punda.

Afobe, sem er nýorðinn 23 ára, hefur farið vel af stað með Bournemouth og skorað þrjú mörk í fyrstu sex deildarleikjum sínum fyrir félagið.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Framherji Bournemouth má leika međ landsliđi Kongó
Fara efst