Lífið

Framandi fjör hjá íslenskum skátum í Japan

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skátarnir okkar hafa það gott í Japan.
Skátarnir okkar hafa það gott í Japan. Myndir/Birgir Ómarsson
Áttatíu íslenskir skátar eru staddir á 23. heimsmóti skáta þessa stundina í Japan en mótið er haldið fjórða hvert ár. Mótinu lýkur 8. ágúst en í gær var setningarathöfn sem sjá má hér neðst í fréttinni. Mikið fjör er hjá íslenska hópnum að sögn Birgis Ómarssonar, fararstjóra íslenska hópsins.

„Það er búið að vera skemmtilegt hjá þeim 80 skátum sem eru nú á Heimsmóti skáta en það er haldið í borginni Yamaguchi í Japan þetta árið. Aðstæður hér eru að vísu frekar framandi, bæði er hér mjög heitt en hitinn hefur verið um 34 gráður og rakinn það mikill að hitinn virkar eins og 43 gráður. Maturinn er líka mjög ólíkur því sem við erum vön og eru til dæmis gosdrykkir af ólíklegustu gerðum,“ skrifar Birgir í bréfi til fréttastofu frá íslenska hópnum.

Skátamótið er haldið í Japan að þessu sinni.
„Í gærkvöldi var setningarathöfn þar sem fulltrúar þeirra rúmlega 140 þjóða komu fram og bar Halldór Valberg fána Íslands. Hér á mótinu eru um 32.000 skátar og einstakt tækifæri fyrir okkar krakka að hitta jafnaldra frá flestum löndum heims. Dagskráin hófst í dag og eru friðar- og umhverfismál fyrirferðamikil í þeim verkefnum sem skátarnir vinna,“ sagði Birgir í gær.

Vel yfir 30 þúsund skátar frá öllum heimshornum sækja mótið og ber íslenski hópurinn vel af mótinu söguna. Hér að neðan má sjá myndir frá opinberri Facebook síðu mótsins en skátar vinna að því í dag að sameinast um betra samfélag.

Happening right now, we need to work together in unity to create a better world. The launches of the World Scouting -...

Posted by 23rd World Scout Jamboree on Thursday, July 30, 2015
Hér að neðan má sjá skemmtileg myndbönd frá aðstandendum mótsins í Japan, þar á meðal innslag um opnunarhátíðina sem fór fram í fyrradag og myndband þar sem gestirnir spreyta sig á því að nota prjóna til að borða.

Now it's lunch time at #WSJ2015 in Japan, and our social media crew went around to check the chopsticks skills. Here is what they found:

Posted by 23rd World Scout Jamboree on Thursday, July 30, 2015
Hér má sjá skemmtilegt brot frá setningar athöfn mótsins.

Cool! The one minute version of yesterday's Opening Ceremony at #WSJ2015

Posted by 23rd World Scout Jamboree on Thursday, July 30, 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×