Handbolti

Frakkarnir sem ætla að vinna þriðja Ólympíugullið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Claude Onesta, þjálfari franska handboltalandsliðsins, hefur valið þá 15 leikmenn sem fara til Ríó þar sem Frakkar reyna að vinna þriðja Ólympíugullið í röð.

Frakkar unnu Íslendinga í úrslitaleiknum á ÓL í Peking 2008 og Svía í úrslitaleiknum í London fyrir fjórum árum.

Stærsta fréttin er að William Accambray kemst ekki í liðið en hann hefur verið að koma til baka eftir hnémeiðsli. Onesta ætlar frekar að veðja á þá Timothey N'Guessan og Mathieu Grébille.

Timothey N'Guessan er 23 ára og spilar með FC Barcelone frá og með komandi tímabili en var áður hjá Chambéry SH. Mathieu Grébille er 24 ára og spilar með Montpellier en Grébille var í sigurliði Frakka á EM 2014 og HM 2015.

Claude Onesta valdi fjórtán leikmenn í hópinn sinn og svo einn til vara. Einn af þeim er hinn tvítugi línumaður Montpellier, Ludovic Fabregas.

Reynsluboltarnir Thierry Omeyer, Daniel Narcisse, Michaël Guigou, Luc Abalo og Nikola Karabatic eru allir í hópnum en þeir hafa þegar unnið tvö gullverðlaun á Ólympíuleikum.



Franska Ólympíuliðið í handbolta í ágúst 2016:

Markmenn: Vincent Gérard (Montpellier), Thierry Omeyer (PSG)

Vinstra horn: Michael Guigou (Montpellier), Kentin Mahe (Flensburg)

Vinstri skyttur: Mathieu Grébille (Montpellier), Timothey N'Guessan (Barcelona)

Leikstjórnendur: Nikola Karabatic (PSG), Daniel Narcisse (PSG)

Hægri skyttur: Adrien Dipanda (St. Raphael), Valentin Porte (Montpellier)

Hægra horn: Luc Abalo (PSG)

Línumenn: Ludovic Fabregas (Montpellier), Luka Karabatic (PSG), Cédric Sorhaindo (Barcelona)

Varamaður: Olivier Nyokas (Balingen) (vinstri skytta)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×