Handbolti

Frakkar með fullt hús | Brassar í fínni stöðu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Varnarmenn Frakka hópast að Joakim Hykkerud, línumanni Norðmanna.
Varnarmenn Frakka hópast að Joakim Hykkerud, línumanni Norðmanna. vísir/epa
Frakkar eru fullt hús stiga í A-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta eftir 31-28 sigur á Norðmönnum í dag.

Frakkar, sem töpuðu fyrir Norðmönnum á EM fyrir ári, voru með undirtökin í leiknum í dag og sigurinn var í lítilli hættu. Staðan í hálfleik var 16-12, Frakklandi í vil.

Nedim Remili, Nikola Karabatic og Kentin Mahe skoruðu fimm mörk hvor fyrir Frakka sem eru til alls líklegir á heimavelli.

Sander Sagosen var markahæstur hjá Noregi með sjö mörk. Norska liðið er með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í riðlinum.

Haniel Vanicius Langaro skoraði átta mörk fyrir Brasilíu.vísir/getty
Brasilíumenn eru einnig með fjögur stig eftir sigur á Japönum í dag, 27-24.

Haniel Vanicius Langaro skoraði átta mörk fyrir Brassa sem hafa heldur betur svarað fyrir útreiðina sem þeir fengu gegn Frökkum í 1. umferðinni. Maik Santos átti einnig góðan leik í marki Brasilíu í dag og varði 14 skot (44%).

Japan er á botni A-riðils með ekkert stig.

Hvít-Rússar eru komnir á blað en þeir þurftu að hafa mikið fyrir sigri á Sádí-Aröbum í kvöld. Lokatölur 26-29, Hvíta-Rússlandi í vil.

Katar, sem tapaði fyrir Egyptalandi í 1. umferðinni, vann þægilegan sigur á Barein, 22-32, í grannaslag í D-riðli.

Ahmad Madadi skoraði átta mörk fyrir Katar sem endaði í 2. sæti á HM á heimavelli fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×