Fræðslustjóri spyr hvort taka þurfi upp dagsektir í íslenskum skólum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2016 15:30 Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, segir vaxandi hóp barna ekki mæta í skólann vegna kvíða fyrir einu og öðru. vísir/gva Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, veltir því upp í færslu sem hún skrifar á Facebook-síðu sína í dag hvort að taka þurfi upp dagsektir í íslenskum skólum, það er að fólk greiði sektir ef börn mæti ekki í skólann. Með færslunni deilir Soffía bakþönkum Óttars Guðmundssonar, geðlæknis, sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. Bakþankarnir bera yfirskriftina „Fæ ég ekki áfallahjálp?“ og gagnrýnir Óttar í henni ofnotkun á áfallahjálp. Að hans mati ræður maðurinn ekki lengur við uppákomur daglegs lífs: „Tilveran á að vera fyrirsjáanleg og þægileg. Komi eitthvað óvænt uppá er eðlilegt að kalla eftir áfallahjálp sem allir eiga rétt á. Fólk ber ekki lengur ábyrgð á eigin viðbrögðum og tilfinningum.“ Í Facebook-færslu sinni tekur Soffía undir með Óttari: „Orð í tíma töluð hjá lækninum. Horfi ég þá til dæmis inn í skólakerfið. Þar er vaxandi hópur barna sem mætir ekki í skólann (nýyrðið skólaforðun) vegna kvíða fyrir einu og öðru. Foreldrar lenda í erfiðleikum með að mæta þessum vanda og treysta sér ekki til að koma börnunum af stað af ótta við að það gangi of nærri þeim.“ Fræðslustjórinn segir að skólarnir hafi fá úrræði við þessum vanda önnur en að halda hvern fundinn á fætur öðrum þar sem fundarmönnum fjölgi sífellt þar sem ýmsir sérfræðingar eru kallaðir til eftir því sem vandinn eykst. Soffía segir hins vegar engar rannsóknir sýna fram á að betra sé að halda barni heima ef það kvíði einhverju eða treysti sér ekki til að takast á við athafnir í daglega lífinu. „Miklu frekar hefur það sýnt sig að með því að koma barni alltaf af stað í skólann en vinna síðan með vandann samhliða, það reynist farsælla og getur leiðrétt hegðun sem hættan er á að fylgi viðkomandi einstaklingi áfram út í lífið. Og það er ekki farsælt fyrir hann. Þetta er mín persónulega skoðun: Er kannski kominn tími til að taka upp dagsektir í íslenskum skólum? Að fólk greiði sektir ef börn mæta ekki í skólann. Þetta er þekkt í öðrum löndum þar sem meiri virðing virðist borin fyrir skólakerfinu. Barn á að mæta í skólann hvað sem tautar og raular, nema það sé fárveikt. „Æ ég er svo slöpp/þreytt/vil ekki fara í leikfimi/vil ekki fara í sund, hún var að stríða mér, enginn vill leika við mig...“ rökin gilda þá ekki lengur.“Orð í tíma töluð hjá lækninum. Horfi ég þá til dæmis inn í skólakerfið. Þar er vaxandi hópu barna sem mætir ekki í skó...Posted by Soffía Vagnsdóttir on Saturday, 16 January 2016 Tengdar fréttir Fæ ég ekki áfallahjálp? Áfallahjálp var kynnt til sögunnar fyrir alvöru árið 1995 í Súðavíkur- og Flateyrarslysunum. Íbúar á þessum svæðum og hjálparsveitir þurftu á sálrænni aðstoð að halda til að koma í veg fyrir áfallastreituröskun. Á svipstundu varð áfallahjálp að ofnotuðu töfraorði sem allir áttu rétt á. 16. janúar 2016 07:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, veltir því upp í færslu sem hún skrifar á Facebook-síðu sína í dag hvort að taka þurfi upp dagsektir í íslenskum skólum, það er að fólk greiði sektir ef börn mæti ekki í skólann. Með færslunni deilir Soffía bakþönkum Óttars Guðmundssonar, geðlæknis, sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. Bakþankarnir bera yfirskriftina „Fæ ég ekki áfallahjálp?“ og gagnrýnir Óttar í henni ofnotkun á áfallahjálp. Að hans mati ræður maðurinn ekki lengur við uppákomur daglegs lífs: „Tilveran á að vera fyrirsjáanleg og þægileg. Komi eitthvað óvænt uppá er eðlilegt að kalla eftir áfallahjálp sem allir eiga rétt á. Fólk ber ekki lengur ábyrgð á eigin viðbrögðum og tilfinningum.“ Í Facebook-færslu sinni tekur Soffía undir með Óttari: „Orð í tíma töluð hjá lækninum. Horfi ég þá til dæmis inn í skólakerfið. Þar er vaxandi hópur barna sem mætir ekki í skólann (nýyrðið skólaforðun) vegna kvíða fyrir einu og öðru. Foreldrar lenda í erfiðleikum með að mæta þessum vanda og treysta sér ekki til að koma börnunum af stað af ótta við að það gangi of nærri þeim.“ Fræðslustjórinn segir að skólarnir hafi fá úrræði við þessum vanda önnur en að halda hvern fundinn á fætur öðrum þar sem fundarmönnum fjölgi sífellt þar sem ýmsir sérfræðingar eru kallaðir til eftir því sem vandinn eykst. Soffía segir hins vegar engar rannsóknir sýna fram á að betra sé að halda barni heima ef það kvíði einhverju eða treysti sér ekki til að takast á við athafnir í daglega lífinu. „Miklu frekar hefur það sýnt sig að með því að koma barni alltaf af stað í skólann en vinna síðan með vandann samhliða, það reynist farsælla og getur leiðrétt hegðun sem hættan er á að fylgi viðkomandi einstaklingi áfram út í lífið. Og það er ekki farsælt fyrir hann. Þetta er mín persónulega skoðun: Er kannski kominn tími til að taka upp dagsektir í íslenskum skólum? Að fólk greiði sektir ef börn mæta ekki í skólann. Þetta er þekkt í öðrum löndum þar sem meiri virðing virðist borin fyrir skólakerfinu. Barn á að mæta í skólann hvað sem tautar og raular, nema það sé fárveikt. „Æ ég er svo slöpp/þreytt/vil ekki fara í leikfimi/vil ekki fara í sund, hún var að stríða mér, enginn vill leika við mig...“ rökin gilda þá ekki lengur.“Orð í tíma töluð hjá lækninum. Horfi ég þá til dæmis inn í skólakerfið. Þar er vaxandi hópu barna sem mætir ekki í skó...Posted by Soffía Vagnsdóttir on Saturday, 16 January 2016
Tengdar fréttir Fæ ég ekki áfallahjálp? Áfallahjálp var kynnt til sögunnar fyrir alvöru árið 1995 í Súðavíkur- og Flateyrarslysunum. Íbúar á þessum svæðum og hjálparsveitir þurftu á sálrænni aðstoð að halda til að koma í veg fyrir áfallastreituröskun. Á svipstundu varð áfallahjálp að ofnotuðu töfraorði sem allir áttu rétt á. 16. janúar 2016 07:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Fæ ég ekki áfallahjálp? Áfallahjálp var kynnt til sögunnar fyrir alvöru árið 1995 í Súðavíkur- og Flateyrarslysunum. Íbúar á þessum svæðum og hjálparsveitir þurftu á sálrænni aðstoð að halda til að koma í veg fyrir áfallastreituröskun. Á svipstundu varð áfallahjálp að ofnotuðu töfraorði sem allir áttu rétt á. 16. janúar 2016 07:00