Handbolti

Frábær byrjun Vals | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íris Ásta Pétursdóttir tekin föstum tökum af Fylkisvörninni.
Íris Ásta Pétursdóttir tekin föstum tökum af Fylkisvörninni. vísir/stefán
Valur fer vel af stað í Olís-deild kvenna í handbolta en liðið vann stórsigur, 23-15, á Fylki í síðasta leik 1. umferðar í kvöld.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.

Diana Satkauskaite, nýr litháískur leikmaður í röðum Vals, fór á kostum í sínum fyrsta deildarleik fyrir Val og skoraði níu mörk.

Annars var það sterkur varnarleikur sem var stærsta ástæðan fyrir sigri Vals. Vörnin var mjög þétt og Fylkiskonur áttu í mestu vandræðum með að skora.

Valur leiddi með einu marki í hálfleik, 8-7, en um miðjan seinni hálfleik tóku heimakonur völdin, skoruðu sex mörk í röð og náðu afgerandi forskoti. Á endanum munaði svo átta mörkum á liðunum, 23-15.

Mörk Vals:

Diana Satkauskaite 9/1, Morgan Marie Þorkelsdóttir 3, Íris Ásta Pétursdóttir 3, Gerður Arinbjarnar 2/1, Kristín Arndís Ólafsdóttir 1, Kristine Håheim Vike 1, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 1, Eva Björk Hlöðversdóttir 1.

Mörk Fylkis:

Christine Rishaug 5/5, Hildur Björnsdóttir 3, Þuríður Guðjónsdóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 3, Kristjana Björk Steinarsdóttir 1.

Upplýsingar um gang leiksins og markaskorara eru fengnar frá mbl.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×