Frá öðru landi Veronika Ómarsdóttir skrifar 22. desember 2016 07:00 Núna er ég búin að búa næstum fjögur ár í öðru landi. Viðmótið sem ég fæ frá fólki þegar ég nefni það er virkilega jákvætt. Oftast er haft á orði, bæði hér úti sem og heima á Íslandi, hversu hugrökk ég sé og hvað það hljóti að vera æðislegt að fá að búa annars staðar, fá að upplifa nýja menningu og læra nýtt tungumál. Sem það jú er. Þetta er mikil upplifun og rosalega þroskandi. Ég get ekki annað en verið þakklát landinu sem ég bý í og fólkinu fyrir að hafa tekið svona vel á móti mér. Ég hef aldrei fundið fyrir fordómum, fólkinu hérna úti finnst það yfirhöfuð bara vera frekar magnað, að ég hafi bara flutt til annars lands til að læra og að ég hafi náð tungumálinu svona vel á svona stuttum tíma. En ég er auðvitað hvít ung kona frá Íslandi. Ég er ekki að flýja stríð. Ég fór ekki til landsins nauðug og allslaus. Ég er ekki flóttamaður. Þar sem ég bý á meginlandi Evrópu, nánar tiltekið í Austurríki, hefur flóttamannastraumurinn ekki farið fram hjá mér. Ég ferðast á hverjum einasta degi með lest í skólann og hef oftar en ekki deilt þeirri lest með fólki sem er að flýja stríðsátök og brjálæði. Mæður með lítil börn og bugaðir feður að passa upp á fjölskylduna sína, langflestir búnir að missa ástvini og eru að leita að betra lífi. Þreytt, svöng og skítug á leið í óvissuna, oft í marga mánuði. Ég hef oft setið við hliðina á „þessu fólki“ í hálftíma í senn á leiðinni í skólann og það er meira en nóg til þess að finna fyrir döpru andrúmsloftinu sem ríkir í kringum þau. Það er ekki vottur af spennu né eftirvæntingu, að sjá nýja staði, upplifa nýja borg og nýja menningu, svona eins og mér leið þegar ég flutti út. Það ríkir hræðsla og óvissa, þau vita ekki hvort þau fái hæli eða hvar og hvernig það verður tekið á móti þeim. Depurðin í augum þeirra er ólýsanleg. Þriggja ára strákurinn sem sat á móti mér fyrir nákvæmlega ári síðan, þegar ferðamannastraumurinn var sem mestur á meginlandi Evrópu, horfði með tárin í augunum út um gluggann, fimm ára bróðir hans hélt í höndina á honum til að hughreysta hann og áhyggjufull 12 ára systir þeirra passaði upp á þá.Döpur og áhyggjufull börn Ég hef aldrei séð jafn döpur og áhyggjufull börn og núna ári síðar man ég enn svo greinilega tilfinninguna sem ég fékk þegar ég horfði í augun á börnunum. Mig gjörsamlega sveið um allan líkamann og langaði mest til að taka utan um þau og segja þeim að það yrði allt í lagi. Ég hefði samt ekki getað sagt þeim það, því það er ekkert víst að það verði allt í lagi, ekki ef þú ert innflytjandi. Þessi litlu saklausu börn sem hafa gengið í gegn um erfiðleika sem ekki nein einasta mannvera ætti að þurfa að upplifa. Ég hugsa oft til þeirra. Hvar ætli þau séu niðurkomin? Ætli það sé í lagi með þau? Ætli öll fjölskylda þeirra hafi komist lífs af? Ég vona auðvitað það besta, ég vona að þau hafi fengið hæli í landi þar sem vel var tekið á móti þeim og að þau séu í faðmi fjölskyldu sinnar, byrjuð í skóla og búin að eignast marga vini. Það dapurlega er að hugsa til þess hversu mörg „svona“ börn og manneskjur hafa farist á leið sinni í leit að „betra lífi“, lífi sem er svo að mörgu leyti ekki betra því þeim líður aldrei eins og þau séu velkomin, þeim líður aldrei eins og þau séu heima. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju ég fæ annað viðmót en þær manneskjur sem eru að berjast fyrir lífi sínu og eiga engra annarra kosta völ en að flýja til annars lands. Erum við ekki öll eins, erum við ekki öll manneskjur? Ég er heppin. Ég fæddist á Íslandi. Ekki þau. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Núna er ég búin að búa næstum fjögur ár í öðru landi. Viðmótið sem ég fæ frá fólki þegar ég nefni það er virkilega jákvætt. Oftast er haft á orði, bæði hér úti sem og heima á Íslandi, hversu hugrökk ég sé og hvað það hljóti að vera æðislegt að fá að búa annars staðar, fá að upplifa nýja menningu og læra nýtt tungumál. Sem það jú er. Þetta er mikil upplifun og rosalega þroskandi. Ég get ekki annað en verið þakklát landinu sem ég bý í og fólkinu fyrir að hafa tekið svona vel á móti mér. Ég hef aldrei fundið fyrir fordómum, fólkinu hérna úti finnst það yfirhöfuð bara vera frekar magnað, að ég hafi bara flutt til annars lands til að læra og að ég hafi náð tungumálinu svona vel á svona stuttum tíma. En ég er auðvitað hvít ung kona frá Íslandi. Ég er ekki að flýja stríð. Ég fór ekki til landsins nauðug og allslaus. Ég er ekki flóttamaður. Þar sem ég bý á meginlandi Evrópu, nánar tiltekið í Austurríki, hefur flóttamannastraumurinn ekki farið fram hjá mér. Ég ferðast á hverjum einasta degi með lest í skólann og hef oftar en ekki deilt þeirri lest með fólki sem er að flýja stríðsátök og brjálæði. Mæður með lítil börn og bugaðir feður að passa upp á fjölskylduna sína, langflestir búnir að missa ástvini og eru að leita að betra lífi. Þreytt, svöng og skítug á leið í óvissuna, oft í marga mánuði. Ég hef oft setið við hliðina á „þessu fólki“ í hálftíma í senn á leiðinni í skólann og það er meira en nóg til þess að finna fyrir döpru andrúmsloftinu sem ríkir í kringum þau. Það er ekki vottur af spennu né eftirvæntingu, að sjá nýja staði, upplifa nýja borg og nýja menningu, svona eins og mér leið þegar ég flutti út. Það ríkir hræðsla og óvissa, þau vita ekki hvort þau fái hæli eða hvar og hvernig það verður tekið á móti þeim. Depurðin í augum þeirra er ólýsanleg. Þriggja ára strákurinn sem sat á móti mér fyrir nákvæmlega ári síðan, þegar ferðamannastraumurinn var sem mestur á meginlandi Evrópu, horfði með tárin í augunum út um gluggann, fimm ára bróðir hans hélt í höndina á honum til að hughreysta hann og áhyggjufull 12 ára systir þeirra passaði upp á þá.Döpur og áhyggjufull börn Ég hef aldrei séð jafn döpur og áhyggjufull börn og núna ári síðar man ég enn svo greinilega tilfinninguna sem ég fékk þegar ég horfði í augun á börnunum. Mig gjörsamlega sveið um allan líkamann og langaði mest til að taka utan um þau og segja þeim að það yrði allt í lagi. Ég hefði samt ekki getað sagt þeim það, því það er ekkert víst að það verði allt í lagi, ekki ef þú ert innflytjandi. Þessi litlu saklausu börn sem hafa gengið í gegn um erfiðleika sem ekki nein einasta mannvera ætti að þurfa að upplifa. Ég hugsa oft til þeirra. Hvar ætli þau séu niðurkomin? Ætli það sé í lagi með þau? Ætli öll fjölskylda þeirra hafi komist lífs af? Ég vona auðvitað það besta, ég vona að þau hafi fengið hæli í landi þar sem vel var tekið á móti þeim og að þau séu í faðmi fjölskyldu sinnar, byrjuð í skóla og búin að eignast marga vini. Það dapurlega er að hugsa til þess hversu mörg „svona“ börn og manneskjur hafa farist á leið sinni í leit að „betra lífi“, lífi sem er svo að mörgu leyti ekki betra því þeim líður aldrei eins og þau séu velkomin, þeim líður aldrei eins og þau séu heima. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju ég fæ annað viðmót en þær manneskjur sem eru að berjast fyrir lífi sínu og eiga engra annarra kosta völ en að flýja til annars lands. Erum við ekki öll eins, erum við ekki öll manneskjur? Ég er heppin. Ég fæddist á Íslandi. Ekki þau. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun