Viðskipti innlent

Forstjóri og stjórnarformaður kaupa í Nýherja og bréfin hækka

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja.
Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja. Vísir/Vilhelm
Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, keypti í morgun hluti í félaginu fyrir 5,4 milljónir króna. Hlutabréf í Nýherja hafa í kjölfarið hækkað eftir miklar lækkanir í gær.

Þá keypti Round Frame Investments, félag í helmingseigu Ívars Kristjánssonar, stjórnarformanns Nýherja einnig bréf í fyrirtækinu í morgun. Alls keypti hann 700 þúsund hluti fyrir 18,9 milljónir.

Þegar þetta er skrifað hafa hlutabréf í Nýherja hækkað um 7,63 prósent í 114 milljón króna viðskiptum. Finnur og Ívar keyptu hlutabréfin á genginu 27. Hlutabréf Nýherja lækkuðu mikið í gær, um rúmlega 14 prósent, eftir að Gunnar Már Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs fyrirtækisins seldi stærstan hluta eignarhluta hans í Nýherja.


Tengdar fréttir

Helgi Magnússon í hóp stærstu hluthafa Nýherja

Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, er kominn í hóp stærstu hluthafa Nýherja með 1,3 prósenta hlut.

Tekjur jukust um 11 prósent á einu besta rekstrarári í sögu Nýherja

Tekjur Nýherjasamstæðunnar námu rúmlega 4,2 milljörðum króna á síðasta ársfjórðungi 2016 og jukust um 15,5 prósent frá sama tímabili árið áður. Samtals voru tekjur fyrirtækisins nærri fimmtán milljarðar á árinu 2016 og hækkuðu um ellefu prósent á milli ára. Þá var hagnaður ársins 383 milljónir og jókst um 55 milljónir frá fyrra ári.

Bréf Nýherja halda áfram að hækka

Hlutabréf í upplýsingatæknifyrirtækinu Nýherja hækkuðu um 3,7 prósent í dag. Þau hafa því farið upp um 26 prósent frá síðustu mánaðamótum eða síðan fyrirtækið birti uppgjör sitt fyrir 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×