Innlent

Forstjóri Landsbankans: "Þetta hefur áhrif á bankann“

Steinþór Pálsson forstjóri Landsbankans segir að nýfallinn dómur Hæsraréttar varðandi gengislán og vexti af þeim komi á óvart.

Það kemur Steinþóri á óvart að dómurinn skuli komast að þeirri niðurstöðu að sé maður með kvittun í höndunum sé hluti hennar ólögmætur, það er að segja afborgun af höfuðstólnum. Annar hluti hennar, vaxtahlutinn, sé hinsvegar lögmætur.

„Þetta er mjög sérstakt," segir Steinþór. „En við munum skoða þetta og reikna út hvaða áhrif þetta hefur. Þetta mun hafa áhrif á bankann, en bankarnir eru þannig fjárhagslega sterkir þannig þetta hefur ekki gríðarleg áhrif. Mikil reiknivinna, við eigum þessar reiknivélar, þetta er náttúrlega bara vinna. Þetta hefur líka áhrif þegar menn eru að bera sig saman við lántakanda þá er mikill munur hjá þeim sem tóku lán fyrir nokkrum árum."


Tengdar fréttir

Óheimilt að miða við íslensku vextina

Óheimilt var að endurreikna lán miðað við íslenska verðtryggða seðlabankavexti hjá þeim sem greiddu fullnaðargreiðslur af lánum sínum áður en gengisdómur Hæstaréttar féll sumarið 2010. Hæstiréttur Íslands komst að þessari niðurstöðu í máli gegn Frjálsa fjárfestingabankanum í dag.

"Nú þarf að reikna allt upp á nýtt“

Guðmundur Andri Skúlason hjá samtökum lánþega segir að nýfallinn dómur Hæstaréttar sé gríðarlegt fagnaðarefni en fjölskipaður dómur komst að þeirri niðurstöðu í dag að samningsvextir skuli gilda á erlendum lánum, en ekki vextir Seðlabankans eins og áður hafði verið ákveðið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×