Erlent

Forseti Kolumbíu tileinkaði samlöndum sínum friðarverðlaun Nóbels

Anton Egilsson skrifar
Forseti Kolumbíu, Juan Manuel Santos, tók í dag við friðarverðlaunum Nóbels. Hann hlaut verðlaunin fyrir að binda endi á borgarastríð í Kólumbíu sem hafði geisað þar í 52 ár.  The Guardian greinir frá. 

Stríðið hefur kostað yfir 260 þúsund manns lífið auk þess sem að talið er að um átta milljónir hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna þess.

Santos tileinkaði samlöndum sínum verðlaunin en sérstaklega öllum fórnarlömbum borgarastríðsins og fjölskyldum þeirra.

„Dömur mínar og herrar, nú er einu færra stríð í heimunum og það er í Kolumbíu“ sagði Santos í ræðu sinni í Osló í dag.

Skæruliðasamtökin FARC hófu vopnaða baráttu gegn Kolumbísku stjórninni árið 1964 í von um að geta gert þar byltingu. Skammstöfunin FARC stendur fyrir Fuerzas Armadas Revolucionarias de Columbia, sem kalla mætti Byltingarhersveitir Kólumbíu.

Í nóvember á þessu ári náðu Kolumbísk stjórnvöld loks eftir langar samningaviðræður við FARC að binda enda á stríðið sem staðið hafði yfir í meira en hálfa öld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×