Erlent

Forseti FIFA kjörinn í dag

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sepp Blatter hefur verið forseti sambandsins frá árinu 1998.
Sepp Blatter hefur verið forseti sambandsins frá árinu 1998. Vísir/AFP
Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA kýs sér forseta í dag á ársþingi sambandsins í skugga ákæra á hendur fjölda hátt settra einstaklinga innan þess fyrir mútuþægni og spillingu.

Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins, hins umdeilda Sepp Blatter, og jórdanska prinsins Ali bin al-Hussein.

Margir fulltrúar á þinginu hafa kallað eftir afsögn Blatters í ljósi ákæranna en hann hefur hafnað því ákalli. Enn styðja margir þingfulltrúar Blatter til áframhaldandi setu en hann hefur verið forseti sambandsins frá árinu 1998.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×