Forseta ÍSÍ finnst viðbrögð KKÍ og FSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira næst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. janúar 2017 21:13 Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. „Þessi viðbrögð við úthlutuninni per se eru ekki sérstaklega til þess fallin að mínu mati. En þau fá bara úthlutun sem er í samræmi við þær reglur sem gildi,“ sagði Lárus í samtali við Hjört Hjartarson í kvöldfréttum Stöðvar 2.Á fimmtudaginn var rétt ríflega 150 milljónum króna úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2017. Ekki voru allir á eitt sáttir við sinn bita af kökunni, þá allra síst Fimleikasamband Íslands sem fékk rétt tæpar átta milljónir úr Afrekssjóðnum. Handknattleikssamband Íslands fékk mest, eða 28 milljónir króna. „Þetta eru vonbrigði. Við erum mögnuð hreyfing á Íslandi og stærsta kvennahreyfingin og að eiga ótrúlega sigra en einhvernveginn náum við því ekki inn til ÍSÍ og Afrekssjóðsins. Það fyllir mann vissu vonleysi þegar maður er að berjast í þessu,“ sagði Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri FSÍ, í samtali við íþróttadeild 365 eftir blaðamannafundinn á fimmtudaginn.Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, lýsti einnig yfir vonbrigðum sínum með úthlutunina en vonaðist til að fá meira í næstu úthlutun. Um 100 milljónum á eftir að úthluta þegar nýr tímamótasamningur ríkis og ÍSÍ tekur gildi í vor. „Við verðum að horfa til þess að Afrekssjóður ÍSÍ hefur því miður ekki getað staðist væntingar sérsambanda, einfaldlega vegna þess að það er ekki til nægilegir fjármunir í sjóðnum hingað til. Guði sé lof er það nú að breytast,“ sagði Lárus um gagnrýnina á úthlutunina. Hann segir að aðeins tvö af 32 sérsamböndum sem hafi lýst yfir óánægju með sinn skerf og gefur lítið fyrir athugasemdir KKÍ og FSÍ. Meðal þess sem Sólveig kvartaði yfir var skortur á gagnsæi og að það væri óljóst eftir hvaða reglum væri unnið. Lárus segir það hins vegar liggja skýrt fyrir. „Ég held að sjóðurinn starfi alveg með eðlilegum hætti. Það er augljóst mál að menn þurfa auðvitað stundum að taka ákvarðanir sem byggjast á huglægu mati eða mati á aðstæðum,“ sagði Lárus.Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fimleikar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Góð viðbót en mikill vill alltaf meira Ríflega 150 milljónum var úthlutað úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær en enn þá er eftir að úthluta 100 milljónum þegar nýr tímamótasamningur tekur gildi. Handboltinn fékk mest en þrátt fyrir hækkun eru ek 6. janúar 2017 07:00 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga í Messunni í gær Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Sjá meira
Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. „Þessi viðbrögð við úthlutuninni per se eru ekki sérstaklega til þess fallin að mínu mati. En þau fá bara úthlutun sem er í samræmi við þær reglur sem gildi,“ sagði Lárus í samtali við Hjört Hjartarson í kvöldfréttum Stöðvar 2.Á fimmtudaginn var rétt ríflega 150 milljónum króna úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2017. Ekki voru allir á eitt sáttir við sinn bita af kökunni, þá allra síst Fimleikasamband Íslands sem fékk rétt tæpar átta milljónir úr Afrekssjóðnum. Handknattleikssamband Íslands fékk mest, eða 28 milljónir króna. „Þetta eru vonbrigði. Við erum mögnuð hreyfing á Íslandi og stærsta kvennahreyfingin og að eiga ótrúlega sigra en einhvernveginn náum við því ekki inn til ÍSÍ og Afrekssjóðsins. Það fyllir mann vissu vonleysi þegar maður er að berjast í þessu,“ sagði Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri FSÍ, í samtali við íþróttadeild 365 eftir blaðamannafundinn á fimmtudaginn.Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, lýsti einnig yfir vonbrigðum sínum með úthlutunina en vonaðist til að fá meira í næstu úthlutun. Um 100 milljónum á eftir að úthluta þegar nýr tímamótasamningur ríkis og ÍSÍ tekur gildi í vor. „Við verðum að horfa til þess að Afrekssjóður ÍSÍ hefur því miður ekki getað staðist væntingar sérsambanda, einfaldlega vegna þess að það er ekki til nægilegir fjármunir í sjóðnum hingað til. Guði sé lof er það nú að breytast,“ sagði Lárus um gagnrýnina á úthlutunina. Hann segir að aðeins tvö af 32 sérsamböndum sem hafi lýst yfir óánægju með sinn skerf og gefur lítið fyrir athugasemdir KKÍ og FSÍ. Meðal þess sem Sólveig kvartaði yfir var skortur á gagnsæi og að það væri óljóst eftir hvaða reglum væri unnið. Lárus segir það hins vegar liggja skýrt fyrir. „Ég held að sjóðurinn starfi alveg með eðlilegum hætti. Það er augljóst mál að menn þurfa auðvitað stundum að taka ákvarðanir sem byggjast á huglægu mati eða mati á aðstæðum,“ sagði Lárus.Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fimleikar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Góð viðbót en mikill vill alltaf meira Ríflega 150 milljónum var úthlutað úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær en enn þá er eftir að úthluta 100 milljónum þegar nýr tímamótasamningur tekur gildi. Handboltinn fékk mest en þrátt fyrir hækkun eru ek 6. janúar 2017 07:00 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga í Messunni í gær Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Sjá meira
Góð viðbót en mikill vill alltaf meira Ríflega 150 milljónum var úthlutað úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær en enn þá er eftir að úthluta 100 milljónum þegar nýr tímamótasamningur tekur gildi. Handboltinn fékk mest en þrátt fyrir hækkun eru ek 6. janúar 2017 07:00
150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50
Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15