Erlent

Forsætisráðherra Tyrkja segir af sér

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Ahmet er ekki sammála forseta landsins um breytingar á stjórnarskipulagi landsins.
Ahmet er ekki sammála forseta landsins um breytingar á stjórnarskipulagi landsins. Vísir/Getty
Ahmet Davitoglu, forsætisráðherra Tyrklands tilkynnti á flokksþingi AK-flokksins að hann hygðist hætta. Talið er að ástæðan sé gífurlegt ósætti við Recep Tayyip Erdogan forseta landsins sem vill breyta stjórnarfyrirkomulaginu þannig að forsetinn fái meiri völd.

Ekki verður kosið um nýja forsætisráðherra en eftirmaður Davitoglu verður skipaður á flokksþingi AK 22.maí næstkomandi.  Talsmaður forsetans sagði að efnahagur landsins myndi vænkast um leið og í forsætisráðherrastólinn kæmi maður sem væri betur til þess fallinn að vinna með forsetanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×