Forsætisráðherra segir rammann um það sem megi ræða alltaf að þrengjast Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. janúar 2015 17:24 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist ekki hafa átt von á því að læti yrðu af því að hann færi ekki til útlanda. Venjulega væru ráðherrar gagnrýndir fyrir að vera of mikið á ferðinni. Vísir/Valli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist sjálfur gjarnan hafa viljað mæta á samstöðufundinn í París. Þetta sagði hann í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Þar sagði hann að verst væri ef umræðan væri farin að snúast um eitthvað á yfirborðinu og leiddi þar með umræðuna frá grundvallaratriðunum. „Það er nú það versta við þetta, ef þetta hefur orðið til þess að leiða umræðuna frá einhverjum ýmsum mikilvægum álitaefnum eitthvert allt annað,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann væri sammála Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, um að óheppilegt væri að enginn ráðherra hafi farið sagði hann: „Eftir á að hyggja auðvitað.“ Sigmundur Davíð nefndi að franska sendiráðið hefði hinsvegar séð sérstaka ástæðu til að hafa samband við forsætisráðuneytið í morgun vegna umræðunnar og þakka fyrir þann stuðning Íslendinga. Sigmundur sagði einnig að aðalatriðið væri að afstaða Íslendinga væri ljós. „Aðalatriðið er þetta, að afstaða mín, afstaða íslenskra stjórnvalda og íslensks almennings hefur verið mjög skýr og auðvitað hlýtur það að vera það sem skiptir öllu máli,“ sagði forsætisráðherrann. Ekki skemmtilegt ef samfélagið þróaðist í átt til eftirlitssamfélagÍ viðtalinu sagðist hann ekki hafa átt von á því að læti yrðu af því að hann færi ekki til útlanda, venjulega væru ráðherrar gagnrýndir fyrir að vera of mikið á ferðinni. „Já, þó átti ég aldrei von á því að það yrðu læti yfir því ef ég færi ekki til útlanda. Það er venjulega skammast yfir því að ráðherrar séu of mikið á ferðinni.“ Sigmundur var einnig spurður út í viðbrögð við árásum líkt og þeim sem voru gerðar í París. „Við skulum vona að þessir atburðir verði ekki til þess að menn fari að lifa í enn meiri ótta. Það væri ekki skemmtilegt ef að samfélagið þróaðist í átt til eftirlitssamfélag þar sem allir staðir væru eins og flugvellir, svo ég alhæfi hér nú aðeins,“ sagði hann og bætti við að vonandi gætum við áfram, í sem flestum löndum lifað í frjálsu samfélagi.Tjáningarfrelsið á undir högg að sækjaÍ viðtalinu sagði hann hins vegar að tjáningarfrelsið ætti undir högg að sækja og að það þyrfti að vernda. „Ég hef gert það mjög mikið undanfarna daga þegar ég kem heim á kvöldin að lesa greinar, skrif í erlendum blöðum og tímaritum, þar sem að menn velta upp stórum spurningum um þetta og maður sér í blöðum frjálslyndra manna, allt frá frjálslyndum hægri flokkum að frjálslyndum kommúnistum – sem ég vissi ekki einu sinni að væru til fyrr en ég fór að skoða þetta – að tjáningarfrelsið eigi mjög undir högg að sækja, menn þora ekki að ræða hvað sem er, það sé orðin alltof mikil takmörk á því hvað megi yfir höfuð tala um á Vesturlöndum,“ sagði hann. „Menn benda á það að fréttablað í Frakklandi og ýmislegt sem þar leyfist væri jafnvel ekki leyfilegt í sumum löndum Vestur-Evrópu og þetta sé uggvænleg þróun því að eina leiðin til að tryggja virkni lýðræðisins, tryggja það að hið rétta verði ofan á, sé opin rökræða og það megi ekki banna mönnum fyrirfram að ræða ákveðin mál,“ sagði Sigmundur.Stjórnarandstaða sjái fyrir sér að ramminn þrengistAðspurður hvort það ætti við á Íslandi svaraði hann: „Já já, það er margt í okkar samfélagi sem minnir á þessa gagnrýni og þessa mikla umræðu sem nú er uppi um stöðu frjálslyndis á Vesturlöndum. Það er að segja, það er eins og það sé alltaf að þrengjast ramminn um hvað megi ræða og rökræða sé meira að segja bönnuð um ákveðna hluti. Ég er svolítið hræddur um að þessir fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem voru að spyrja út í þessa hluti í gær, ég er svolítið hræddur að þeir sjái fyrir sér að ramminn þrengist frekar heldur en opnist. Nema kannski Píratarnir sem hafa verið svolítið duglegir sumir hverjir að minna á mikilvægi tjáningarfrelsisins.“ Hlusta má á allt viðtalið við forsætisráðherra í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir „Betur hefði farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt“ Enginn íslenskur ráðherra fór á samstöðufundinn í París, þar sem allt að milljón manns komu saman. 13. janúar 2015 16:35 Fjarvera í París vandræðaleg segir fyrrverandi sendiherra Dana Sorglegt, vonbrigði og vandræðalegt fyrir Ísland. 13. janúar 2015 13:30 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist sjálfur gjarnan hafa viljað mæta á samstöðufundinn í París. Þetta sagði hann í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Þar sagði hann að verst væri ef umræðan væri farin að snúast um eitthvað á yfirborðinu og leiddi þar með umræðuna frá grundvallaratriðunum. „Það er nú það versta við þetta, ef þetta hefur orðið til þess að leiða umræðuna frá einhverjum ýmsum mikilvægum álitaefnum eitthvert allt annað,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann væri sammála Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, um að óheppilegt væri að enginn ráðherra hafi farið sagði hann: „Eftir á að hyggja auðvitað.“ Sigmundur Davíð nefndi að franska sendiráðið hefði hinsvegar séð sérstaka ástæðu til að hafa samband við forsætisráðuneytið í morgun vegna umræðunnar og þakka fyrir þann stuðning Íslendinga. Sigmundur sagði einnig að aðalatriðið væri að afstaða Íslendinga væri ljós. „Aðalatriðið er þetta, að afstaða mín, afstaða íslenskra stjórnvalda og íslensks almennings hefur verið mjög skýr og auðvitað hlýtur það að vera það sem skiptir öllu máli,“ sagði forsætisráðherrann. Ekki skemmtilegt ef samfélagið þróaðist í átt til eftirlitssamfélagÍ viðtalinu sagðist hann ekki hafa átt von á því að læti yrðu af því að hann færi ekki til útlanda, venjulega væru ráðherrar gagnrýndir fyrir að vera of mikið á ferðinni. „Já, þó átti ég aldrei von á því að það yrðu læti yfir því ef ég færi ekki til útlanda. Það er venjulega skammast yfir því að ráðherrar séu of mikið á ferðinni.“ Sigmundur var einnig spurður út í viðbrögð við árásum líkt og þeim sem voru gerðar í París. „Við skulum vona að þessir atburðir verði ekki til þess að menn fari að lifa í enn meiri ótta. Það væri ekki skemmtilegt ef að samfélagið þróaðist í átt til eftirlitssamfélag þar sem allir staðir væru eins og flugvellir, svo ég alhæfi hér nú aðeins,“ sagði hann og bætti við að vonandi gætum við áfram, í sem flestum löndum lifað í frjálsu samfélagi.Tjáningarfrelsið á undir högg að sækjaÍ viðtalinu sagði hann hins vegar að tjáningarfrelsið ætti undir högg að sækja og að það þyrfti að vernda. „Ég hef gert það mjög mikið undanfarna daga þegar ég kem heim á kvöldin að lesa greinar, skrif í erlendum blöðum og tímaritum, þar sem að menn velta upp stórum spurningum um þetta og maður sér í blöðum frjálslyndra manna, allt frá frjálslyndum hægri flokkum að frjálslyndum kommúnistum – sem ég vissi ekki einu sinni að væru til fyrr en ég fór að skoða þetta – að tjáningarfrelsið eigi mjög undir högg að sækja, menn þora ekki að ræða hvað sem er, það sé orðin alltof mikil takmörk á því hvað megi yfir höfuð tala um á Vesturlöndum,“ sagði hann. „Menn benda á það að fréttablað í Frakklandi og ýmislegt sem þar leyfist væri jafnvel ekki leyfilegt í sumum löndum Vestur-Evrópu og þetta sé uggvænleg þróun því að eina leiðin til að tryggja virkni lýðræðisins, tryggja það að hið rétta verði ofan á, sé opin rökræða og það megi ekki banna mönnum fyrirfram að ræða ákveðin mál,“ sagði Sigmundur.Stjórnarandstaða sjái fyrir sér að ramminn þrengistAðspurður hvort það ætti við á Íslandi svaraði hann: „Já já, það er margt í okkar samfélagi sem minnir á þessa gagnrýni og þessa mikla umræðu sem nú er uppi um stöðu frjálslyndis á Vesturlöndum. Það er að segja, það er eins og það sé alltaf að þrengjast ramminn um hvað megi ræða og rökræða sé meira að segja bönnuð um ákveðna hluti. Ég er svolítið hræddur um að þessir fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem voru að spyrja út í þessa hluti í gær, ég er svolítið hræddur að þeir sjái fyrir sér að ramminn þrengist frekar heldur en opnist. Nema kannski Píratarnir sem hafa verið svolítið duglegir sumir hverjir að minna á mikilvægi tjáningarfrelsisins.“ Hlusta má á allt viðtalið við forsætisráðherra í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir „Betur hefði farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt“ Enginn íslenskur ráðherra fór á samstöðufundinn í París, þar sem allt að milljón manns komu saman. 13. janúar 2015 16:35 Fjarvera í París vandræðaleg segir fyrrverandi sendiherra Dana Sorglegt, vonbrigði og vandræðalegt fyrir Ísland. 13. janúar 2015 13:30 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
„Betur hefði farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt“ Enginn íslenskur ráðherra fór á samstöðufundinn í París, þar sem allt að milljón manns komu saman. 13. janúar 2015 16:35
Fjarvera í París vandræðaleg segir fyrrverandi sendiherra Dana Sorglegt, vonbrigði og vandræðalegt fyrir Ísland. 13. janúar 2015 13:30