Forsætisráðherra magalendir í haftamálinu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 8. desember 2014 20:00 Afnám gjaldeyrishaftanna verður ekki sá gróðavegur fyrir íslenska ríkið sem forsætisráðherra boðaði fyrir síðustu kosningar. Þetta segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar en tillögur ráðgjafanefndar um afnám haftanna voru kynntar fyrir fulltrúum þingflokka í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson boðaði fyrir síðustu þingkosningar að samningar við kröfuhafa myndu skila um 300 milljörðum í ríkiskassann enda lægi kröfuhöfum á að fara með peningana úr landi. Stjórnvöld hefðu þau tæki sem þyrfti til að ná þessum peningum sem yrðu nýttir í þágu heimilanna í landinu. Árni Páll segir að ljóst sé eftir fundinn í dag að ekkert slíkt sé í farvatninu. „Þetta er ekkert í líkingu við það, sem forsætisráðherra hefur margsinnis sagt, að það sé rakinn gróðavegur að afnema höft, og það sé hægt að búa til peninga með afnámi hafta. Þvert á móti, er hægt að ráða það af því sem okkur var kynnt í dag, að það er ekki ætlunin.“ Rætt hefur verið um að skattleggja fé sem kröfuhafar fara með úr landi til að draga úr afleiðingum snjóhengjunnar svokölluðu.Tillögur ráðgjafahópsins um afnám gjaldeyrishafta eru bundnar trúnaði en formaður Samfylkingarinnar fékkst engu að síður til að leggja mat á tillögurnar í samtali við Stöð 2. Hann segir að fyrir tveimur árum hafi legið fyrir áætlun um afnám hafta með samningum sem hefði átt að skila 300 milljörðum í ríkiskassann. Núverandi stjórnvöld hafi ýtt henni til hliðar. „Það sem líka virðist blasa við er að lífeyrissjóðir almennings verði aftast í biðröðinni við afnám hafta og hagsmunir kröfuhafa verði í forgangi. Það er eðlilegt að spyrja núna. Hvað hefur þessi töf kostað?“ Árni Páll segir að það hafi alltaf verið holur hljómur í yfirlýsingum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrir síðustu kosningar. Þess hafi því verið beðið, hvað yrði í framhaldinu: „En þetta sem verið er að kynna núna er í sjálfu sér alger magalending fyrir forsætisráðherrann.“ Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Afnám gjaldeyrishaftanna verður ekki sá gróðavegur fyrir íslenska ríkið sem forsætisráðherra boðaði fyrir síðustu kosningar. Þetta segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar en tillögur ráðgjafanefndar um afnám haftanna voru kynntar fyrir fulltrúum þingflokka í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson boðaði fyrir síðustu þingkosningar að samningar við kröfuhafa myndu skila um 300 milljörðum í ríkiskassann enda lægi kröfuhöfum á að fara með peningana úr landi. Stjórnvöld hefðu þau tæki sem þyrfti til að ná þessum peningum sem yrðu nýttir í þágu heimilanna í landinu. Árni Páll segir að ljóst sé eftir fundinn í dag að ekkert slíkt sé í farvatninu. „Þetta er ekkert í líkingu við það, sem forsætisráðherra hefur margsinnis sagt, að það sé rakinn gróðavegur að afnema höft, og það sé hægt að búa til peninga með afnámi hafta. Þvert á móti, er hægt að ráða það af því sem okkur var kynnt í dag, að það er ekki ætlunin.“ Rætt hefur verið um að skattleggja fé sem kröfuhafar fara með úr landi til að draga úr afleiðingum snjóhengjunnar svokölluðu.Tillögur ráðgjafahópsins um afnám gjaldeyrishafta eru bundnar trúnaði en formaður Samfylkingarinnar fékkst engu að síður til að leggja mat á tillögurnar í samtali við Stöð 2. Hann segir að fyrir tveimur árum hafi legið fyrir áætlun um afnám hafta með samningum sem hefði átt að skila 300 milljörðum í ríkiskassann. Núverandi stjórnvöld hafi ýtt henni til hliðar. „Það sem líka virðist blasa við er að lífeyrissjóðir almennings verði aftast í biðröðinni við afnám hafta og hagsmunir kröfuhafa verði í forgangi. Það er eðlilegt að spyrja núna. Hvað hefur þessi töf kostað?“ Árni Páll segir að það hafi alltaf verið holur hljómur í yfirlýsingum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrir síðustu kosningar. Þess hafi því verið beðið, hvað yrði í framhaldinu: „En þetta sem verið er að kynna núna er í sjálfu sér alger magalending fyrir forsætisráðherrann.“
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira