Forsætisráðherra ítrekar byggingahugmyndir sínar á jólakorti Heimir Már Pétursson skrifar 25. desember 2015 18:31 Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur sem nýlega gaf út bókina Mótun framtíðar hælir forsætisráðherra fyrir hughrekki í skipulagsmálum. Arkitekt og skipulagsfræðingur segir forsætisráðherra sýna hugrekki með því að þrýsta á að ný skrifstofubygging Alþingis verði byggð í stíl Guðjóns Samúelssonar. Á jólakorti forsætisráðherra fyrir þessi jól er mynd þar sem hús Guðjóns hefur verið sett inn á fyrirhugaðan byggingarreit. Stór lóð við Vonarstræti hefur lengi staðið auð en þar stendur til að byggja skrifstofubyggingu fyrir Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur ákveðnar hugmyndir í þessum efnum og vill láta byggja í anda Guðjóns Samúelssonar.Og til að minna á þetta lét forsætisráðherra setja mynd af húsi sem Guðjón teiknaði árið 1915 inn á lóðina fyrir jólakort hans að þessu sinni. En á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 75 milljónum króna til hönnunar byggingar í þessum anda. Við mæltum okkur mót við Trausta Valsson arkitekt og skipulagsfræðing við sama sjónarhorn og myndin á jólakorti forsætisráðherra. En Trausti var að gefa út bókina Mótun framtíðar um hugmyndir, skipulag og hönnun sem spannar alla hans starfsævi. Honum líst vel á hugmyndir forsætisráðherra. „Mér líst dálítið skemmtilega á þetta. Ég er arkitekt og skipulagsfræðingur þannig að ég þekki mína kollega. Það er ekki alveg samhljómur um þetta. En það er alla vega hluti okkar og kannski almennings frekar sem vilja láta vernda hið gamla yfirbragð miðbæjarins,“ segir Trausti. Í nýklassískum stíl eins og mörg steinsteypt hús í miðborginni séu og gert var ráð fyrir í skipulagi frá árinu 1927. Þar sé miðborginni var skipt upp í ramma.„Gaflinn til dæmis á Odfellow húsinu er gluggalaus eins og gaflinn á húsi Happdrættis Háskóla Íslands hinum megin við Tjarnargötuna. Það þarf að reyna að ljúka þessu, þessari rammasmíð,“ segir Trausti. Trausti segir að víðast hvar annars staðar sé tekið tillit eldri tíma þegar byggt er í gömlum miðborgum. „Eins og t.d. nýju húsin við hornið á Túngötu og Aðalstræti þar sem Uppsalir stóðu áður; þau eru byggð mjög í stíl við gamla Uppsalahúsið með turni þarna á horninu. Það finnst mér leyst alveg stórkostlega. Það er eitthvað í þeim anda sem ég myndi gjarnan vilja sjá,“ segir Trausti. Hann styðji því hugmyndir forsætisráðherra um byggingu á alþingisreitnum heilshugar. „Já, ég held að það sé svo mikið hugrekki. Það hefur lengst af ríkt mikil blinda á mikilvægi gamla miðbæjarins. Það munaði t.d. engu að byggð yrði rosaleg stjórnarráðsbygging úr gleri upp á að ég held einar sex hæðir á Bernhöftstorfunni. Þar átti allt að rífa. Ef það hefði gerst hefði það gjörsamlega rústað yfirbragði gamla miðbæjarins. Ég held að gamli miðbærinn standi frammi fyrir álíka vá nú af þessum rosalega ljótu teikningum sem hafa t.d. komið fram af horninu á Lækjargötu og Vonarstræti. Hótel þar upp á fimmhæðir í kubbastíl. Það verður að stoppa þetta,“ segir Trausti Valsson. Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Arkitekt og skipulagsfræðingur segir forsætisráðherra sýna hugrekki með því að þrýsta á að ný skrifstofubygging Alþingis verði byggð í stíl Guðjóns Samúelssonar. Á jólakorti forsætisráðherra fyrir þessi jól er mynd þar sem hús Guðjóns hefur verið sett inn á fyrirhugaðan byggingarreit. Stór lóð við Vonarstræti hefur lengi staðið auð en þar stendur til að byggja skrifstofubyggingu fyrir Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur ákveðnar hugmyndir í þessum efnum og vill láta byggja í anda Guðjóns Samúelssonar.Og til að minna á þetta lét forsætisráðherra setja mynd af húsi sem Guðjón teiknaði árið 1915 inn á lóðina fyrir jólakort hans að þessu sinni. En á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 75 milljónum króna til hönnunar byggingar í þessum anda. Við mæltum okkur mót við Trausta Valsson arkitekt og skipulagsfræðing við sama sjónarhorn og myndin á jólakorti forsætisráðherra. En Trausti var að gefa út bókina Mótun framtíðar um hugmyndir, skipulag og hönnun sem spannar alla hans starfsævi. Honum líst vel á hugmyndir forsætisráðherra. „Mér líst dálítið skemmtilega á þetta. Ég er arkitekt og skipulagsfræðingur þannig að ég þekki mína kollega. Það er ekki alveg samhljómur um þetta. En það er alla vega hluti okkar og kannski almennings frekar sem vilja láta vernda hið gamla yfirbragð miðbæjarins,“ segir Trausti. Í nýklassískum stíl eins og mörg steinsteypt hús í miðborginni séu og gert var ráð fyrir í skipulagi frá árinu 1927. Þar sé miðborginni var skipt upp í ramma.„Gaflinn til dæmis á Odfellow húsinu er gluggalaus eins og gaflinn á húsi Happdrættis Háskóla Íslands hinum megin við Tjarnargötuna. Það þarf að reyna að ljúka þessu, þessari rammasmíð,“ segir Trausti. Trausti segir að víðast hvar annars staðar sé tekið tillit eldri tíma þegar byggt er í gömlum miðborgum. „Eins og t.d. nýju húsin við hornið á Túngötu og Aðalstræti þar sem Uppsalir stóðu áður; þau eru byggð mjög í stíl við gamla Uppsalahúsið með turni þarna á horninu. Það finnst mér leyst alveg stórkostlega. Það er eitthvað í þeim anda sem ég myndi gjarnan vilja sjá,“ segir Trausti. Hann styðji því hugmyndir forsætisráðherra um byggingu á alþingisreitnum heilshugar. „Já, ég held að það sé svo mikið hugrekki. Það hefur lengst af ríkt mikil blinda á mikilvægi gamla miðbæjarins. Það munaði t.d. engu að byggð yrði rosaleg stjórnarráðsbygging úr gleri upp á að ég held einar sex hæðir á Bernhöftstorfunni. Þar átti allt að rífa. Ef það hefði gerst hefði það gjörsamlega rústað yfirbragði gamla miðbæjarins. Ég held að gamli miðbærinn standi frammi fyrir álíka vá nú af þessum rosalega ljótu teikningum sem hafa t.d. komið fram af horninu á Lækjargötu og Vonarstræti. Hótel þar upp á fimmhæðir í kubbastíl. Það verður að stoppa þetta,“ segir Trausti Valsson.
Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent