Formaður styrkti bróður sinn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. október 2015 09:00 Valdimar Össurarson framkvæmdastjóri Valorku Stjórnsýsla „Ég fór fram á lista yfir styrkveitingar Orkusjóðs og þá kom margt furðulegt í ljós, svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ segir Valdimar Össurarson, framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Valorku sem nýlega var synjað um styrk úr Orkusjóði. Sjóðurinn er í eigu ríkisins og sér ráðgjafarnefnd Orkusjóðs um að skila tillögum til iðnaðarráðherra um einstakar greiðslur úr sjóðnum. Tvær styrkveitingar fóru til verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem námu tæpum fimm milljónum króna. Að sögn Valdimars eru umræddar styrkveitingar ólögmætar, eins og að þeim var staðið. Árni Sigfússon, stjórnarformaður Orkusjóðs sem styrkinn veitti, og Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem styrkinn fékk, eru bræður. Jakob Björnsson, framkvæmdastjóri Orkusjóðs, staðfestir að Árni hafi ekki vikið sæti þegar styrkveitingin var samþykkt í stjórn sjóðsins. „Þetta stangast á við stjórnsýslulög. Ég hef kært þetta til ráðuneytisins og krafðist endurupptöku styrkveitingarinnar,“ segir Valdimar. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verður erindinu svarað á næstunni. Þá segir Valdimar ámælisvert að stofnunin geti yfirhöfuð sótt um styrki úr samkeppnissjóðum. Stofnuninni sé að lögum ætlað að vera frumkvöðlum til ráðgjafar og meðal annars veita þeim aðstoð við styrkumsóknir í samkeppnissjóði. „Þarna vinnur stofnunin gegn þessu höfuðverkefni sínu með því að sækja sjálf um styrki í sömu sjóði og keppa þar með við skjólstæðinga sína. Valorka er til dæmis skjólstæðingur Nýsköpunarmiðstöðvarinnar,“ segir Valdimar. Hann segir þá samkeppni vera hinum almenna frumkvöðli í óhag þar sem Nýsköpunarmiðstöðin er ríkisstofnun með herskara sérfræðinga á sínum vegum og með sérhæft starfsfólk í styrkumsóknum. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Stjórnsýsla „Ég fór fram á lista yfir styrkveitingar Orkusjóðs og þá kom margt furðulegt í ljós, svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ segir Valdimar Össurarson, framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Valorku sem nýlega var synjað um styrk úr Orkusjóði. Sjóðurinn er í eigu ríkisins og sér ráðgjafarnefnd Orkusjóðs um að skila tillögum til iðnaðarráðherra um einstakar greiðslur úr sjóðnum. Tvær styrkveitingar fóru til verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem námu tæpum fimm milljónum króna. Að sögn Valdimars eru umræddar styrkveitingar ólögmætar, eins og að þeim var staðið. Árni Sigfússon, stjórnarformaður Orkusjóðs sem styrkinn veitti, og Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem styrkinn fékk, eru bræður. Jakob Björnsson, framkvæmdastjóri Orkusjóðs, staðfestir að Árni hafi ekki vikið sæti þegar styrkveitingin var samþykkt í stjórn sjóðsins. „Þetta stangast á við stjórnsýslulög. Ég hef kært þetta til ráðuneytisins og krafðist endurupptöku styrkveitingarinnar,“ segir Valdimar. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verður erindinu svarað á næstunni. Þá segir Valdimar ámælisvert að stofnunin geti yfirhöfuð sótt um styrki úr samkeppnissjóðum. Stofnuninni sé að lögum ætlað að vera frumkvöðlum til ráðgjafar og meðal annars veita þeim aðstoð við styrkumsóknir í samkeppnissjóði. „Þarna vinnur stofnunin gegn þessu höfuðverkefni sínu með því að sækja sjálf um styrki í sömu sjóði og keppa þar með við skjólstæðinga sína. Valorka er til dæmis skjólstæðingur Nýsköpunarmiðstöðvarinnar,“ segir Valdimar. Hann segir þá samkeppni vera hinum almenna frumkvöðli í óhag þar sem Nýsköpunarmiðstöðin er ríkisstofnun með herskara sérfræðinga á sínum vegum og með sérhæft starfsfólk í styrkumsóknum.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira