Innlent

Foreldrar Harrietar búnir að kæra úrskurð Þjóðskrár

ingvar haraldsson skrifar
Kristín Cardew, afhendir starfsmanni Innanríkisráðuneytisins kæru á hendur Þjóðskrá vegna úrskurðar um að neita Harriet Cardew um vegabréf. Lilja, eldri systir Harriet var með í för.
Kristín Cardew, afhendir starfsmanni Innanríkisráðuneytisins kæru á hendur Þjóðskrá vegna úrskurðar um að neita Harriet Cardew um vegabréf. Lilja, eldri systir Harriet var með í för. vísir/gva
Kristín Cardew, móðir Harrietar Cardew, stúlkunnar sem Þjóðskrá neitar um vegabréf er búinn að kæra úrskurð Þjóðskrár til Innanríkisráðuneytisins.

Kristín afhenti kæruna formlega í morgun. Þar kemur fram að fjölskyldunni sé mikið í mun að málið fái flýtimeðferð og Harriet verði úthlutað vegabréf sem fyrst því fjölskyldan er panta ferð til Frakklands næsta þriðjudag.

Líkt og kom fram í Fréttablaðinu í dag segir Sólveig Guðmundsdóttir, sviðstjóri Þjóðskrársviðs Þjóðskrár Íslands að verklagsbreyting árið 2010 hafi orðið til að Harriet er nú synjað um vegabréf. Sólveig telur að lagabókstafurinn sé skýr: „Í honum segir að við getum einungis útgefið persónuskilríki og vegabréf til þeirra sem hafa gilt eiginnafn eða millinafn. Ef mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt einhver ákveðin nöfn er í sjálfu sér ekkert sem við hjá Þjóðskrá getum gert.“

Í kærunni segir að í lögum um vegabréf sé þess ekki krafist að fullt nafn samkvæmt nafnalögum standi í vegabréfi. Útgáfa vegabréfa hafi þar að auki ekki verið framkvæmd þannig enda hefur Harriet fengið íslenskt vegabréf fram til þessa. Þar hefur staðið stúlka Cardew.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×