Fordómar í Framsókn Eva H. Baldursdóttir skrifar 23. júní 2014 07:00 Í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum komst fátt annað að en stóra moskumálið. Oddviti Framsóknar og flugvallarvina fékk að eiga sviðið með yfirlýsingum í tengslum við múslima. Annars vegar að draga ætti til baka lóðarúthlutun til Félags múslima um byggingu mosku í Reykjavík og hins vegar að vegna múslima hefði þurft að gera þvinguð hjónabönd refsiverð í Svíþjóð. Athugasemd sem á enga samsvörun við íslenskan raunveruleika. Íslendingar hafa almennt verið umburðarlyndir og friðsamir. Við höfum sett okkur stjórnarskrá sem mælir fyrir um að hér ríki trúfrelsi og jafnræði fyrir lögum m.t.t. trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar og litarháttar. Þá hefur fjöldi alþjóðlegra mannréttindasáttmála verið lögfestur svo sem Mannréttindasáttmáli Evrópu og Alþjóðasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Grunnstef þeirra sáttmála er í öllu falli að forsenda frelsis, friðar og réttlætis í heiminum byggi á þeirri viðurkenningu þjóðanna að mennirnir séu jafnir fyrir lögum og þeim sé ekki mismunað. Ummæli oddvita Framsóknarflokksins eru því marki brennd að höfða til hræðslu og óöryggis gagnvart minnihlutahópum og draga upp fordómafullar myndir af meintum eiginleikum þeirra. Og oddvitinn hafði erindi sem erfiði og skilaði rúmum 10% atkvæða í kassann. Flokkar í nágrannaþjóðum okkar hafa líka náð árangri með slíkum málatilbúnaði. Hvort tilviljun ein ráði för eður ei, eru ummælin sett fram á sama tíma og alda þjóðernishyggju ríður yfir Evrópu. Í kosningum til Evrópuþingsins unnu flokkar eins og Danski þjóðarflokkurinn stórsigur með 27% atkvæða sem og Gullin dögun í Grikklandi sem fékk um 9%, en hann er talinn vera flokkur nýnasista. Árið 2011 vann þjóðernisflokkurinn í Finnlandi, Sannir Finnar, einnig kosningasigur en þar í landi var mynduð sex flokka ríkisstjórn m.a. til að halda flokknum frá völdum. Það er ábyrgðarhlutverk að bjóða sig fram til þátttöku í stjórnmálum. Gera verður þá kröfu að mannréttindi, sem eru ekki sjálfsögð og eiga uppruna sinn að rekja til ofríkis ríkisvalds og átaka, séu virt. Þess vegna eiga áherslur flokks sem ganga þvert á algild mannréttindi lítið erindi við stjórn borgarinnar. Fordómar eiga ekki rétt á sér þótt þeir hafi fengið 10% fylgi. Og elsti stjórnmálaflokkur landsins þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum. Gildir þá einu ótrúverðugt eftir á tal um misskilning, einkum og sér í lagi þar sem auðsótt var að leiðrétta hann fyrir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum komst fátt annað að en stóra moskumálið. Oddviti Framsóknar og flugvallarvina fékk að eiga sviðið með yfirlýsingum í tengslum við múslima. Annars vegar að draga ætti til baka lóðarúthlutun til Félags múslima um byggingu mosku í Reykjavík og hins vegar að vegna múslima hefði þurft að gera þvinguð hjónabönd refsiverð í Svíþjóð. Athugasemd sem á enga samsvörun við íslenskan raunveruleika. Íslendingar hafa almennt verið umburðarlyndir og friðsamir. Við höfum sett okkur stjórnarskrá sem mælir fyrir um að hér ríki trúfrelsi og jafnræði fyrir lögum m.t.t. trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar og litarháttar. Þá hefur fjöldi alþjóðlegra mannréttindasáttmála verið lögfestur svo sem Mannréttindasáttmáli Evrópu og Alþjóðasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Grunnstef þeirra sáttmála er í öllu falli að forsenda frelsis, friðar og réttlætis í heiminum byggi á þeirri viðurkenningu þjóðanna að mennirnir séu jafnir fyrir lögum og þeim sé ekki mismunað. Ummæli oddvita Framsóknarflokksins eru því marki brennd að höfða til hræðslu og óöryggis gagnvart minnihlutahópum og draga upp fordómafullar myndir af meintum eiginleikum þeirra. Og oddvitinn hafði erindi sem erfiði og skilaði rúmum 10% atkvæða í kassann. Flokkar í nágrannaþjóðum okkar hafa líka náð árangri með slíkum málatilbúnaði. Hvort tilviljun ein ráði för eður ei, eru ummælin sett fram á sama tíma og alda þjóðernishyggju ríður yfir Evrópu. Í kosningum til Evrópuþingsins unnu flokkar eins og Danski þjóðarflokkurinn stórsigur með 27% atkvæða sem og Gullin dögun í Grikklandi sem fékk um 9%, en hann er talinn vera flokkur nýnasista. Árið 2011 vann þjóðernisflokkurinn í Finnlandi, Sannir Finnar, einnig kosningasigur en þar í landi var mynduð sex flokka ríkisstjórn m.a. til að halda flokknum frá völdum. Það er ábyrgðarhlutverk að bjóða sig fram til þátttöku í stjórnmálum. Gera verður þá kröfu að mannréttindi, sem eru ekki sjálfsögð og eiga uppruna sinn að rekja til ofríkis ríkisvalds og átaka, séu virt. Þess vegna eiga áherslur flokks sem ganga þvert á algild mannréttindi lítið erindi við stjórn borgarinnar. Fordómar eiga ekki rétt á sér þótt þeir hafi fengið 10% fylgi. Og elsti stjórnmálaflokkur landsins þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum. Gildir þá einu ótrúverðugt eftir á tal um misskilning, einkum og sér í lagi þar sem auðsótt var að leiðrétta hann fyrir kosningar.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar