Fólk slegið í rot með lyfjagjöf Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. júní 2016 07:00 fréttablaðið/anton brink „Við verðum að finna aðrar leiðir en innlagnir á geðdeildir þegar einstaklingur kemst í öngstræti með líf sitt,“ segir Auður Axelsdóttir einn stofnenda Hugarafls. Auður hefur víðtæka reynslu af geðheilbrigðismálum. Í samtökunum Hugarafli eru valdefling og batamódelið markvisst notuð sem hugmyndafræði og aðferð til að efla starfið og einstaklinga sem eiga við geðræn vandamál að stríða.Ekki batamiðuð meðferð Auður fer í heimsókn á geðdeildir Landspítala vegna veikinda skjólstæðinga sinna hjá samtökunum. „Það hefur orðið mikil afturför inni á geðdeildum, meðferðin einkennist af of mikilli lyfjameðferð og er lítið batamiðuð,“ segir Auður. „Ég hef skilning á því að það þarf stundum bráðainnlagnir, en allt þetta lyfjaaustur er mannskemmandi. Ég fer stundum grátandi út eftir heimsókn á geðdeild, því fólk er slegið í rot með lyfjagjöf. Það er lítið verið að sinna því, tala við það, hlusta á það. Það er ekki hægt að ná nokkru sambandi við það og ég er slegin yfir þessu,“ segir Auður afar ósátt við meðferð skjólstæðinga sinna sem hún segir fornfálega og í engu samhengi við það sem sé viðurkennt að dugi til að stuðla að bata.Skortir viðtalsmeðferð Málefni geðsjúkra voru rædd á málþingi þann 15. júní síðastliðinn undir yfirskriftinni: Hefur okkur borið af leið? Á málþinginu ræddi heimsþekktur fyrirlesari, Allen Frances, um ofgreiningar geðlækna og greiningakerfi sem þjónar lyfjaiðnaði fremur en fólki. Allen sagði í viðtali við Fréttablaðið að margir sem áður voru álitnir heilbrigðir væru í dag greindir með geðsjúkdóma. Þjáning hversdagsins hafi verið gerð að geðröskunum og alltof oft meðhöndluð með lyfjum. Þórgunnur Ársælsdóttir, einn þeirra geðlækna sem tóku þátt í málþinginu, sagði skort á aðgengi í viðtalsmeðferð og því væri of mikil áhersla á lyfjameðferð. Þórgunnur minnti hins vegar á mikilvægi lyfja í alvarlegum veikindum. „Það voru gríðarlegar framfarir í meðferð geðsjúkra á síðustu öld og einn veigamesti liðurinn var framþróun í lyfjameðferð. Lyf geta verið gríðarlega mikilvæg í alvarlegum veikindum og geta verið hjálpleg í leið til bata,“ sagði Þórgunnur.Skortir gott viðmót Auður sat málþingið og segir viðbrögð heilbrigðisstofnana á eina leið. Það skorti fjármagn. Hún er því ósammála og segir skortinn annan og verri viðureignar. „Það skortir gott viðmót á geðdeildum, manngæsku og samtal. Ég er sannfærð um að starf geðdeildanna myndi ekki lagast þótt við settum fimm milljarða í þær ef notendur þeirra mæta áfram sama viðhorfi,“ segir Auður. „Það var engin raunveruleg samræða á málþinginu. Við hjá Hugarafli höfum margsinnis kynnt hér á landi framfarir sem geta linað sársauka og dregið verulega úr lyfjanotkun, svo sem skjólshús, „Open dialogue, og andlegt hjartahnoð (ECPR). Aðferðir sem er sannað að styðja við bata. Það eru fullt af læknum sem vinna með okkur því þeir sjá að fólk nær bata með þeirri nálgun sem við beitum. Þetta skilar sér hins vegar ekki inn í starf geðdeilda,“ segir Auður.mynd/aðsendVar á sjö geðlyfjum en er nú lyfjalausEinar Björnsson er fjörutíu og átta ára gamall. Hann glímdi við geðræna erfiðleika sem ungur maður en hefur verið án geðlyfja í tæp fjórtán ár og náði bata. Einar var um tíma á níu lyfjum. Sjö geðlyfjum og meltingarfæra- og hjartalyfjum sem hann þurfti að taka vegna aukaverkana. „Ég var flak á þessum tíma. Ég veikist fyrst 25 ára gamall, kem úr erfiðum aðstæðum og fátækt. Ég er greindur með geðhvörf og fór bæði í maníu og þunglyndi. Það stóð til að senda mig á Arnarholt til langtímadvalar, móðir mín var beðin um að skrifa undir sjálfræðissviptingu,“ segir Einar frá. „Mér var sagt að það væri ekkert hægt að gera fyrir mig,“ segir Einar. Örlög Einars urðu allt önnur. „Ég tók ákvörðun um bata, þá var verið að opna Hvítabandið. Þarna var fólk með aðra sýn en ég var orðinn vanur. Mér var mætt eins og manneskju en ekki eins og hlut,“ segir hann. „Auður átti einnig stóran þátt í mínum bata. Það þarf trú á fólk, það þarf að mæta því á þeim stað sem það er. Ég hef ekki komið á geðdeild síðan nema til þess að fara í heimsókn. Ég finn til með fólki þegar ég geri það. Þetta er ekki umhverfi sem er vænlegt til bata,“ segir Einar og segir ekki hlustað á notendur geðdeilda Landspítalans eða sérfræðinga um batamiðaða meðferð þrátt fyrir að þeir nái góðum árangri. „Geðheilbrigðiskerfið er ekki opið fyrir gagnrýni, hér heima er ekki hlustað á okkur. Umræða um of mikla lyfjameðferð er ekki tekin. Ég hef til dæmis rætt um reynslu mína í sjónvarpsviðtali og fékk þá í andlitið að ég væri að valda fólki skaða. Það er rangt,“ segir Einar og segist sannfærður um að of mikil lyfjameðferð komi ekki að gagni og geti reynst stórskaðleg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
„Við verðum að finna aðrar leiðir en innlagnir á geðdeildir þegar einstaklingur kemst í öngstræti með líf sitt,“ segir Auður Axelsdóttir einn stofnenda Hugarafls. Auður hefur víðtæka reynslu af geðheilbrigðismálum. Í samtökunum Hugarafli eru valdefling og batamódelið markvisst notuð sem hugmyndafræði og aðferð til að efla starfið og einstaklinga sem eiga við geðræn vandamál að stríða.Ekki batamiðuð meðferð Auður fer í heimsókn á geðdeildir Landspítala vegna veikinda skjólstæðinga sinna hjá samtökunum. „Það hefur orðið mikil afturför inni á geðdeildum, meðferðin einkennist af of mikilli lyfjameðferð og er lítið batamiðuð,“ segir Auður. „Ég hef skilning á því að það þarf stundum bráðainnlagnir, en allt þetta lyfjaaustur er mannskemmandi. Ég fer stundum grátandi út eftir heimsókn á geðdeild, því fólk er slegið í rot með lyfjagjöf. Það er lítið verið að sinna því, tala við það, hlusta á það. Það er ekki hægt að ná nokkru sambandi við það og ég er slegin yfir þessu,“ segir Auður afar ósátt við meðferð skjólstæðinga sinna sem hún segir fornfálega og í engu samhengi við það sem sé viðurkennt að dugi til að stuðla að bata.Skortir viðtalsmeðferð Málefni geðsjúkra voru rædd á málþingi þann 15. júní síðastliðinn undir yfirskriftinni: Hefur okkur borið af leið? Á málþinginu ræddi heimsþekktur fyrirlesari, Allen Frances, um ofgreiningar geðlækna og greiningakerfi sem þjónar lyfjaiðnaði fremur en fólki. Allen sagði í viðtali við Fréttablaðið að margir sem áður voru álitnir heilbrigðir væru í dag greindir með geðsjúkdóma. Þjáning hversdagsins hafi verið gerð að geðröskunum og alltof oft meðhöndluð með lyfjum. Þórgunnur Ársælsdóttir, einn þeirra geðlækna sem tóku þátt í málþinginu, sagði skort á aðgengi í viðtalsmeðferð og því væri of mikil áhersla á lyfjameðferð. Þórgunnur minnti hins vegar á mikilvægi lyfja í alvarlegum veikindum. „Það voru gríðarlegar framfarir í meðferð geðsjúkra á síðustu öld og einn veigamesti liðurinn var framþróun í lyfjameðferð. Lyf geta verið gríðarlega mikilvæg í alvarlegum veikindum og geta verið hjálpleg í leið til bata,“ sagði Þórgunnur.Skortir gott viðmót Auður sat málþingið og segir viðbrögð heilbrigðisstofnana á eina leið. Það skorti fjármagn. Hún er því ósammála og segir skortinn annan og verri viðureignar. „Það skortir gott viðmót á geðdeildum, manngæsku og samtal. Ég er sannfærð um að starf geðdeildanna myndi ekki lagast þótt við settum fimm milljarða í þær ef notendur þeirra mæta áfram sama viðhorfi,“ segir Auður. „Það var engin raunveruleg samræða á málþinginu. Við hjá Hugarafli höfum margsinnis kynnt hér á landi framfarir sem geta linað sársauka og dregið verulega úr lyfjanotkun, svo sem skjólshús, „Open dialogue, og andlegt hjartahnoð (ECPR). Aðferðir sem er sannað að styðja við bata. Það eru fullt af læknum sem vinna með okkur því þeir sjá að fólk nær bata með þeirri nálgun sem við beitum. Þetta skilar sér hins vegar ekki inn í starf geðdeilda,“ segir Auður.mynd/aðsendVar á sjö geðlyfjum en er nú lyfjalausEinar Björnsson er fjörutíu og átta ára gamall. Hann glímdi við geðræna erfiðleika sem ungur maður en hefur verið án geðlyfja í tæp fjórtán ár og náði bata. Einar var um tíma á níu lyfjum. Sjö geðlyfjum og meltingarfæra- og hjartalyfjum sem hann þurfti að taka vegna aukaverkana. „Ég var flak á þessum tíma. Ég veikist fyrst 25 ára gamall, kem úr erfiðum aðstæðum og fátækt. Ég er greindur með geðhvörf og fór bæði í maníu og þunglyndi. Það stóð til að senda mig á Arnarholt til langtímadvalar, móðir mín var beðin um að skrifa undir sjálfræðissviptingu,“ segir Einar frá. „Mér var sagt að það væri ekkert hægt að gera fyrir mig,“ segir Einar. Örlög Einars urðu allt önnur. „Ég tók ákvörðun um bata, þá var verið að opna Hvítabandið. Þarna var fólk með aðra sýn en ég var orðinn vanur. Mér var mætt eins og manneskju en ekki eins og hlut,“ segir hann. „Auður átti einnig stóran þátt í mínum bata. Það þarf trú á fólk, það þarf að mæta því á þeim stað sem það er. Ég hef ekki komið á geðdeild síðan nema til þess að fara í heimsókn. Ég finn til með fólki þegar ég geri það. Þetta er ekki umhverfi sem er vænlegt til bata,“ segir Einar og segir ekki hlustað á notendur geðdeilda Landspítalans eða sérfræðinga um batamiðaða meðferð þrátt fyrir að þeir nái góðum árangri. „Geðheilbrigðiskerfið er ekki opið fyrir gagnrýni, hér heima er ekki hlustað á okkur. Umræða um of mikla lyfjameðferð er ekki tekin. Ég hef til dæmis rætt um reynslu mína í sjónvarpsviðtali og fékk þá í andlitið að ég væri að valda fólki skaða. Það er rangt,“ segir Einar og segist sannfærður um að of mikil lyfjameðferð komi ekki að gagni og geti reynst stórskaðleg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?