Innlent

Fólk í Mývatnssveit haldi sig innandyra

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Vísir/Egill Aðalsteinsson
Fólk í Mývatnssveit er hvatt til að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka í ofnum vegna hárra mengunargilda brennisteinsdíoxíðs af völdum eldgossins í Holuhrauni.

Um klukkan fjögur í dag fóru gildin í rúmlega 2000 míkrógrömm á rúmmetra sem þýðir að mengunin er varasöm einstaklingum með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma.

Almannavarnir sendu frá sér viðvörun vegna mengunarinnar á þriðja tímanum í dag þegar gildin fóru í rúmlega 1600 míkrógrömm á sekúndu.

Hægt er að fylgjast með loftgæðum á vef Umhverfisstofnunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×