Fólk geti kynnt sér hugleiðslu á einfaldan máta Sæunn Gísladóttir skrifar 9. júlí 2016 13:00 Leifur Björnsson og Tristan E. Gribbin eru hluti af teymi FLOW. Vísir/Eyþór Leifur Björnsson, Bix Sigurdsson og Tristan E Gribbin mynda teymið á bak við FLOW í Startup Reykjavík. Markmið fyrirtækisins er að bjóða upp á aðgengilegt efni tengt hugleiðslu og vellíðan. Öll hafa þau í teyminu kynnst hugleiðslu af persónulegri raun. „Við erum að stofna fyrirtæki sem er að þróa aðgang að hugleiðslu í gegnum app, upplifun með sýndarveruleika og með því að vinna beint með fyrirtækjum. Við erum í samstarfi við Vodafone núna," segir Tristan. „Fólk getur byrjað á því að kynna sér hugleiðslu á mjög einfaldan máta og svo getur það haldið áfram með appið. Fólk verður fljótt að tengja við hvað hugleiðsla er og hvað fólk getur upplifað. Við munum nota tónlist, og fólk getur einbeitt sér að hreyfingu, eða öndun, eða fókus," segir Tristan. „Þetta er byggt á óhefðbundnum aðferðum í einhverjum skilningi sem Tristan hefur þróað. Hún er búin að vera að hugleiða síðan árið 2000 og hefur kennt hugleiðslu," segir Leifur. „Um fyrstu sinn verður þetta app með sjónrænt efni, og tónlist. Það verða boðnar upp á mismunandi aðferðir fyrir einstaklinga til að hugleiða eftir því hvað hann vill, hvort hann viliji slökun eða meira einbeitingu, til dæmis," segir Leifur. Tristan hefur áður unnið sem frumkvöðull, en hún stofnaði fyrirtæki sem framleiddi lífræn föt í Bandaríkjnum og hefur kynnst sjálfbærri framleiðslu þar. „Þetta er draumur sem hefur verið í bakgrunninum í mörg ár. Ég fór að hugsa að gera eitthvað með þetta. Bix kynnti okkur Leif og við byrjuðum að hittast og sóttum um í Startup Reykjavík og Stökkpallinn hjá Vodafone," segir Tristan. Teymið vann Stökkpallinn, hugmyndasamkeppni Vodafone. „Vörurnar eru ennþá á þróunarstigi hjá okkur og við höfum verið aðallega að setja fókus á núna á allt útliti á þessu út á við, merki fyrirtækisins og útlit á efninu sem við erum að framleiða. Við erum á hönnunarstigi núna," segir Leifur. „Áður en þessu ferli í Startup Reykjavík lýkur í ágúst verður tilbúin útgáfa af appinu," segir Leifur. Hann segir planið vera að halda áfram að þróa appið og komast í samstarf við fyrirtæki að viðskiptahraðlinum loknum. „Við sjáum fyrir okkur að samstarfið við Vodafone muni opna okkur að einhverju leiti leið inn á fyrirtækjamarkað." „Við erum að byggja tengslanetið hérna. Við viljum byrja að þróa vöruna hér á markað en vonandi fara fljótlega á erlendan markað líka," segir Tristan. Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira
Leifur Björnsson, Bix Sigurdsson og Tristan E Gribbin mynda teymið á bak við FLOW í Startup Reykjavík. Markmið fyrirtækisins er að bjóða upp á aðgengilegt efni tengt hugleiðslu og vellíðan. Öll hafa þau í teyminu kynnst hugleiðslu af persónulegri raun. „Við erum að stofna fyrirtæki sem er að þróa aðgang að hugleiðslu í gegnum app, upplifun með sýndarveruleika og með því að vinna beint með fyrirtækjum. Við erum í samstarfi við Vodafone núna," segir Tristan. „Fólk getur byrjað á því að kynna sér hugleiðslu á mjög einfaldan máta og svo getur það haldið áfram með appið. Fólk verður fljótt að tengja við hvað hugleiðsla er og hvað fólk getur upplifað. Við munum nota tónlist, og fólk getur einbeitt sér að hreyfingu, eða öndun, eða fókus," segir Tristan. „Þetta er byggt á óhefðbundnum aðferðum í einhverjum skilningi sem Tristan hefur þróað. Hún er búin að vera að hugleiða síðan árið 2000 og hefur kennt hugleiðslu," segir Leifur. „Um fyrstu sinn verður þetta app með sjónrænt efni, og tónlist. Það verða boðnar upp á mismunandi aðferðir fyrir einstaklinga til að hugleiða eftir því hvað hann vill, hvort hann viliji slökun eða meira einbeitingu, til dæmis," segir Leifur. Tristan hefur áður unnið sem frumkvöðull, en hún stofnaði fyrirtæki sem framleiddi lífræn föt í Bandaríkjnum og hefur kynnst sjálfbærri framleiðslu þar. „Þetta er draumur sem hefur verið í bakgrunninum í mörg ár. Ég fór að hugsa að gera eitthvað með þetta. Bix kynnti okkur Leif og við byrjuðum að hittast og sóttum um í Startup Reykjavík og Stökkpallinn hjá Vodafone," segir Tristan. Teymið vann Stökkpallinn, hugmyndasamkeppni Vodafone. „Vörurnar eru ennþá á þróunarstigi hjá okkur og við höfum verið aðallega að setja fókus á núna á allt útliti á þessu út á við, merki fyrirtækisins og útlit á efninu sem við erum að framleiða. Við erum á hönnunarstigi núna," segir Leifur. „Áður en þessu ferli í Startup Reykjavík lýkur í ágúst verður tilbúin útgáfa af appinu," segir Leifur. Hann segir planið vera að halda áfram að þróa appið og komast í samstarf við fyrirtæki að viðskiptahraðlinum loknum. „Við sjáum fyrir okkur að samstarfið við Vodafone muni opna okkur að einhverju leiti leið inn á fyrirtækjamarkað." „Við erum að byggja tengslanetið hérna. Við viljum byrja að þróa vöruna hér á markað en vonandi fara fljótlega á erlendan markað líka," segir Tristan.
Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira