Innlent

Fólk á gossvæðinu glímir við kvilla í öndunarfærum

FI skrifar
mynd/ vilhelm.
Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að fólk sem bjó í grennd við Eyjafjallajökul þegar eldgosið varð þar í hitteðfyrra glímir við meira af kvillum í öndunarfærum en aðrir landsmenn.

Greint var frá frumniðurstöðum rannsóknarinnar fyrir um ári síðan. Það voru vísindamenn við Háskóla Íslands sem unnu þessa rannsókn undir stjórn Hanne Krage Carlsen. Niðurstöður hennar verða ræddar í dag á ráðstefnu evrópska sérfræðinga í öndunarfærasjúkdómum í Vín í Austurríki.

Rannsóknin náði til yfir 1.100 manns sem bjuggu á Suðurlandi í grennd við Eyjafjallajökul þegar eldgosið hófst. Til samanburðar var svo hópur rúmlega 500 manns á Norðurlandi þar sem gosið hafði lítil sem engin áhrif.

Meðal þess sem rannsóknin sýnir er að Sunnlendingarnir glímdu mun meira við slæman hósta, nefrennsli og eymsli í augum en Norðlendingarnir. Því nær sem Sunnlendingarnir bjuggu við eldgosið því verri voru kvillarnir.

Hanne Krage Carlsen segir að þessi rannsókn sé mikilvægur þáttur í því að skilja afleiðingar eldgosa á fólk sem verður mest fyrir barðinu á þeim.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×