Innlent

Folaldið Aska kom í heiminn í öskufallinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aska kom í heiminn á aðfaranótt mánudagsins. Mynd/ Patrycja Wodkowska.
Aska kom í heiminn á aðfaranótt mánudagsins. Mynd/ Patrycja Wodkowska.
Þetta öskugráa folald kom í heiminn aðfaranótt mánudagsins og var nefnt Aska. Eigandi þess er Freyr Arnarson, kvikmyndatökumaður hjá RÚV, sem hefur staðið vaktina við kvikmyndatökur á Kirkjubæjarklaustri allt frá því um helgina.

Freyr segist telja að merin hafi kastað folaldinu í Brekku í Biskupstungum aðfaranótt mánudagsins. „Mér bárust fregnir af því á mánudagsmorgninum," segir Freyr. Gosið hafði þá staðið yfir í einn og hálfan sólarhring.

Freyr segir ekkert öskufall hafa verið þar sem folaldinu var kastað. „En eigandinn var á kafi í öskufallinu," segir Freyr.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×