Innlent

Flytja aldargömul hús fyrir silfurreyni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Skjaldborg hverfisbúa um silfurreyni á Grettisgötu 17 verður trénu til lífs. Silfureynir getur orðið tvö hundruð ára.
Skjaldborg hverfisbúa um silfurreyni á Grettisgötu 17 verður trénu til lífs. Silfureynir getur orðið tvö hundruð ára. Fréttablaðið/Vilhelm
„Bæði húsin eru óaðskiljanlegur hluti elstu byggðar timburhúsa í hverfinu og því mikilvægt að þeim verði fundinn viðeigandi staður innan þess,“ segir Minjastofnun um áætlaðan flutning tveggja friðaðra húsa af Laugavegi og Grettisgötu.

Flytja á húsin svo hægt verði að hlífa eitt hundrað ára silfurreyni, Grettisgötumegin á reitnum þar sem húsin standa, við að vera felldur til að rýma fyrir hóteli.

Mikil andstaða var meðal íbúa í hverfinu við því að silfurreynirinn yrði látinn víkja.

Friðuðu húsin sem flytja á eru bæði úr timbri. Bakhúsið Laugavegur 36b er byggt 1896 og er því 118 ára gamalt. Grettisgata 17 er byggð 1902 og er þannig 112 ára. Minjastofnun segist ekki leggjast gegn flutningi húsanna að því gefnu að þeim verði fundinn framtíðarstaður í nágrenninu. Margar athugasemdir bárust vegna breyttra áforma og verður málið tekið fyrir í skipulagsráði í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×