Erlent

Flynn fer fram á friðhelgi gegn vitnisburði

Kjartan Kjartansson skrifar
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump.
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump. Vísir/AFP
Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn bauð bandarísku alríkislögreglunni FBI að bera vitni um tengsl Donalds Trump við Rússland gegn því að hann fengi friðhelgi frá saksókn, að sögn Wall Street Journal.

Flynn sagði af sér skömmu eftir að hann hóf störf sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump eftir að í ljós kom að hann sagði ósatt um samskipti sín við rússneskan sendiherra fyrir kosningar. 

Wall Street Journal segir að hann hafi einnig boðið leyniþjónustunefndum beggja deilda Bandaríkjaþings sem rannsaka tengsl Trump og félaga við Rússland sömu skipti.

Blaðið segir að tilboð Flynn hafi ekki verið samþykkt að svo komnu máli. Talsmaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar neitaði fréttunum við Huffington Post og talsmenn FBI neituðu að tjá sig um þær.


Tengdar fréttir

Afsögn Flynn ekki endirinn á vandræðunum

Demókratar fara fram á ítarlega rannsókn á tengslum hans við yfirvöld í Rússlandi og að Hvíta húsið segi til um hvað og hvenær þeir hafi vitað um málið.

Trump kennir fjölmiðlum um afsögn þjóðaröryggisráðgjafa

Öldungadeildarþingmenn bæði Repúblikana og Demókrata í Bandaríkjunum þrýsta á að að ítarleg rannsókn fari fram á samskiptum fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump forseta og annarra starfsmanna framboðs hans við rússnesku leyniþjónustuna.

Spurt og svarað um samskipti Flynn og Rússa

Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta sagði af sér fyrr í vikunni vegna samskipta sinna við fulltrúa rússneskra stjórnvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×