MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR NÝJAST 10:49

„Viđ erum ekki hérna til ađ leggja hald á olíu“

FRÉTTIR

Flugi á leiđ til Egilsstađa snúiđ viđ vegna bilunar

 
Innlent
23:27 28. MARS 2016
Bombardier Q-400 vélin ţegar hún kom til landsins.
Bombardier Q-400 vélin ţegar hún kom til landsins. VÍSIR/VILHELM

Flugvél Flugfélags Íslands, á leið frá Reykjavík til Egilsstaða, var snúið við og henni lent aftur í Reykjavík eftir að bilun kom upp í vökvakerfi vélarinnar.


Árni Gunnarsson
Árni Gunnarsson VÍSIR/GVA

Flugvélin er af gerðinni Bombardier Q-400 og kom inn í flugflota félagsins fyrir rúmum mánuði. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem bilun kemur upp í henni en fyrir tveimur vikum var vélinni lent á Keflavíkurflugvelli eftir að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. Þá var vélin einnig á leið til Egilsstaða frá Reykjavík.

„Það mál var annars eðlis en nú. Þetta tengist vökvakerfi vélarinnar en það var smávægilegur leki í því,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir að bilunin sem kom upp sé ekki bundin við þessa tegund véla.

Bilun vélarinnar hafði í för með sér röskun á flugi félagsins í kvöld og fyrirséð er að það sama verði upp á teningnum á morgun. Vélin átti að fljúga til Egilsstaða og til baka aftur og í kjölfarið túr á Akureyri. Fluginu austur var aflýst en hægt var að senda aðra vél til Akureyrar. Sú fór í loftið fyrir skemmstu.

„Við bíðum eftir varahlutum til að hægt sé að gera við vélina en hún kemst væntanlega í lag á morgun. Það verður einhver röskun á morgun og við munum hafa samband við farþega vegna þessa,“ segir Árni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Flugi á leiđ til Egilsstađa snúiđ viđ vegna bilunar
Fara efst