Erlent

Flóttamenn gætu átt lið á Ólympíuleikunum í fyrsta sinn

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá opnunarhátíð sumarleikanna í Aþenu árið 2004.
Frá opnunarhátíð sumarleikanna í Aþenu árið 2004. Vísir/Getty
Tíu manna lið flóttamanna gæti tekið þátt á sumarólympíuleikunum í Rio de Janeiro í sumar. Alþjóðlega Ólympíunefndin samþykkti tillögu þess efnis í gær.

Að því er The Guardian greinir frá, hafa 43 íþróttamenn úr röðum flóttamanna verið nefndir til sögunnar sem mögulegir keppendur á leikunum sem hefjast þann 5. ágúst næstkomandi.

„Umfang flóttamannavandans snertir okkur öll,“ hefur The Guardian eftir Thomas Bach, formanni Ólympíunefndarinnar. „Með því að bjóða lið sem þetta velkomið, viljum við senda skilaboð vonar til flóttamanna um heim allan.“

Landlaust lið hefur aldrei áður tekið þátt í Ólympíuleikunum en Sameinuðu þjóðirnar telja að um tuttugu milljónir flóttamanna séu nú víðsvegar í heiminum, auk þeirra fjörutíu milljóna sem hafa þurft að yfirgefa heimili sinn innan eigin landamæra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×