Flókið stjórnskipulag Hörpu veldur núningi og árekstrum 8. ágúst 2012 04:45 Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg tóku Hörpuna yfir snemma árs 2009. Veruleg frávik hafa verið frá þeim rekstraráætlunum sem lagðar voru fram við það tilefni. Ráðstefnuhald hefur til að mynda skilað 80% minni tekjum en lagt var upp með. fréttablaðið/gva Flókið stjórnskipulag innan Hörpu-samstæðunnar hefur valdið núningi og árekstrum, verkaskipting, hlutverk og ábyrgð hafa ekki verið skýr og við ákveðnar aðstæður hefur verið óljóst hver á að taka hvaða ákvörðun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt KPMG á rekstri og skipulagi Hörpu. Eigendur Hörpu; íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, sendu frá sér fréttatilkynningu fyrir helgi þar sem kom fram að á grundvelli þeirrar niðurstöðu sem úttektin sýndi þá muni skipulag Hörpu-samstæðunnar, sem taldi þegar mest lét átta mismunandi félög, verða einfaldað og ný rekstraráætlun lögð fram. Búist er við að rekstrartap Hörpu verði rúmlega 400 milljónir króna í ár. Til viðbótar greiða eigendur Hörpu tæpan milljarð króna í ár vegna afborgana á lánum sem tekin voru til að klára byggingu hússins. Þegar úttekt KPMG var gerð taldi skipulag Hörpu átta félög. Þeim hefur reyndar síðar verið fækkað um tvö með sameiningum. Yfirstjórn Hörpu var síðan skipuð fimm aðilum frá þessum félögum, þar af þremur starfandi stjórnarformönnum. Í úttekt KPMG segir að „verkaskipting og ábyrgð aðila hefur verið óljós, sem veldur núningi og árekstrum“. Ástæða hins flókna skipulags er sögð eiga sér rætur í því að einkaaðilar hafi upphaflega átt að fjármagna og eiga húsið. KPMG leggur til að þrjú félaganna verði sameinuð í eitt og önnur verði lögð niður til að einfalda og skýra samskipti, lækka kostnað og minnka hættu á „mistökum eða ruglingi“. Auk þess sé óeðilegt að sömu aðilar sitji í stjórnum margra tengdra félaga, en mörg dæmi þess eru innan Hörpu-samstæðunnar. Í úttektinni segir að „við þær aðstæður verður óljóst hvar ákvarðanir eiga að liggja og hagsmuna hvaða félags verið er að gæta. Ljóst er að erfitt yrði að fylgja reglum um góða stjórnarhætti“. Þrátt fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg hafi tekið yfir eignarhald og rekstur Hörpu snemma árs 2009 þá hefur stjórnskipulag samstæðunnar verið látið óáreitt í rúmlega þrjú ár. Tilgreind ástæða þess hefur verið sú að skattamál myndu gera einföldun þess erfiða. KPMG telur hins vegar að hægt yrði að ráðast í slíkar breytingar án þess að það myndi valda skattalegum vandkvæðum. Endurskoðunarfyrirtækið hefur óskað eftir staðfestingu skattayfirvalda á þeim skilningi. Samkvæmt upplýsingum úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu liggur slík staðfesting ekki fyrir. Hluti af þeirri endurskoðunarvinnu sem nú stendur yfir felur í sér að kanna hvort skilningur KPMG standist. Vonir standa til að nýtt skipulag og ný rekstraráætlun til fimm ára liggi fyrir í október næstkomandi.thordur@frettabladid.is Tengdar fréttir Austurhöfn tapaði 534 milljónum króna Austurhöfn-TR ehf., sem er í 54 prósenta eigu ríkisins og 46 prósenta eigu Reykjavíkurborgar, fer með eignarhald Hörpu og annarra tengdra eigna. Félagið hefur ekki birt ársreikning sinn fyrir árið 2011 opinberlega. Í ríkisreikningi ársins 2011 kemur hins vegar fram að 534 milljóna króna taprekstur hafi verið á félaginu í fyrra. Eigið fé þess er neikvætt um 270 milljónir króna og skuldir þess nema 23,1 milljarði króna. Eignir þess, sem eru að langstærstu leyti Harpa og meðfylgjandi lóðir, voru metnar á 22,8 milljarða króna í lok síðasta árs. 8. ágúst 2012 06:15 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Flókið stjórnskipulag innan Hörpu-samstæðunnar hefur valdið núningi og árekstrum, verkaskipting, hlutverk og ábyrgð hafa ekki verið skýr og við ákveðnar aðstæður hefur verið óljóst hver á að taka hvaða ákvörðun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt KPMG á rekstri og skipulagi Hörpu. Eigendur Hörpu; íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, sendu frá sér fréttatilkynningu fyrir helgi þar sem kom fram að á grundvelli þeirrar niðurstöðu sem úttektin sýndi þá muni skipulag Hörpu-samstæðunnar, sem taldi þegar mest lét átta mismunandi félög, verða einfaldað og ný rekstraráætlun lögð fram. Búist er við að rekstrartap Hörpu verði rúmlega 400 milljónir króna í ár. Til viðbótar greiða eigendur Hörpu tæpan milljarð króna í ár vegna afborgana á lánum sem tekin voru til að klára byggingu hússins. Þegar úttekt KPMG var gerð taldi skipulag Hörpu átta félög. Þeim hefur reyndar síðar verið fækkað um tvö með sameiningum. Yfirstjórn Hörpu var síðan skipuð fimm aðilum frá þessum félögum, þar af þremur starfandi stjórnarformönnum. Í úttekt KPMG segir að „verkaskipting og ábyrgð aðila hefur verið óljós, sem veldur núningi og árekstrum“. Ástæða hins flókna skipulags er sögð eiga sér rætur í því að einkaaðilar hafi upphaflega átt að fjármagna og eiga húsið. KPMG leggur til að þrjú félaganna verði sameinuð í eitt og önnur verði lögð niður til að einfalda og skýra samskipti, lækka kostnað og minnka hættu á „mistökum eða ruglingi“. Auk þess sé óeðilegt að sömu aðilar sitji í stjórnum margra tengdra félaga, en mörg dæmi þess eru innan Hörpu-samstæðunnar. Í úttektinni segir að „við þær aðstæður verður óljóst hvar ákvarðanir eiga að liggja og hagsmuna hvaða félags verið er að gæta. Ljóst er að erfitt yrði að fylgja reglum um góða stjórnarhætti“. Þrátt fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg hafi tekið yfir eignarhald og rekstur Hörpu snemma árs 2009 þá hefur stjórnskipulag samstæðunnar verið látið óáreitt í rúmlega þrjú ár. Tilgreind ástæða þess hefur verið sú að skattamál myndu gera einföldun þess erfiða. KPMG telur hins vegar að hægt yrði að ráðast í slíkar breytingar án þess að það myndi valda skattalegum vandkvæðum. Endurskoðunarfyrirtækið hefur óskað eftir staðfestingu skattayfirvalda á þeim skilningi. Samkvæmt upplýsingum úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu liggur slík staðfesting ekki fyrir. Hluti af þeirri endurskoðunarvinnu sem nú stendur yfir felur í sér að kanna hvort skilningur KPMG standist. Vonir standa til að nýtt skipulag og ný rekstraráætlun til fimm ára liggi fyrir í október næstkomandi.thordur@frettabladid.is
Tengdar fréttir Austurhöfn tapaði 534 milljónum króna Austurhöfn-TR ehf., sem er í 54 prósenta eigu ríkisins og 46 prósenta eigu Reykjavíkurborgar, fer með eignarhald Hörpu og annarra tengdra eigna. Félagið hefur ekki birt ársreikning sinn fyrir árið 2011 opinberlega. Í ríkisreikningi ársins 2011 kemur hins vegar fram að 534 milljóna króna taprekstur hafi verið á félaginu í fyrra. Eigið fé þess er neikvætt um 270 milljónir króna og skuldir þess nema 23,1 milljarði króna. Eignir þess, sem eru að langstærstu leyti Harpa og meðfylgjandi lóðir, voru metnar á 22,8 milljarða króna í lok síðasta árs. 8. ágúst 2012 06:15 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Austurhöfn tapaði 534 milljónum króna Austurhöfn-TR ehf., sem er í 54 prósenta eigu ríkisins og 46 prósenta eigu Reykjavíkurborgar, fer með eignarhald Hörpu og annarra tengdra eigna. Félagið hefur ekki birt ársreikning sinn fyrir árið 2011 opinberlega. Í ríkisreikningi ársins 2011 kemur hins vegar fram að 534 milljóna króna taprekstur hafi verið á félaginu í fyrra. Eigið fé þess er neikvætt um 270 milljónir króna og skuldir þess nema 23,1 milljarði króna. Eignir þess, sem eru að langstærstu leyti Harpa og meðfylgjandi lóðir, voru metnar á 22,8 milljarða króna í lok síðasta árs. 8. ágúst 2012 06:15
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent