Fleiri verslanir afnema tolla strax Sæunn Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2015 12:58 Húrra Reykjavík ætlar að lækka verðin af leðurskóm og leyfa viðskiptavinum að njóta góðs af tollalækkunum fyrir fram, segir Sindri Jensson annar eigandi verslunarinnar. Nokkrar verslanir hafa ákveðið að afnema tolla af verði sínu strax í nóvember, þrátt fyrir að afleiðingar tollabreytinga eigi sér ekki stað fyrr en um áramótin. Meðal þeirra eru Herragarðurinn og Húrra Reykjavík. Eigendur Herragarðsins, Boss-búðarinnar, Englabarna og Mathildu hafa ákveðið að veita fimmtán prósenta afslátt af öllum vörum fram til áramóta til þess að leyfa viðskiptavinum að njóta áhrifa afnámi fatatolla áður en þeir ganga formlega í garð um áramótin. Þeir eru ekki einir um þetta, en verslunin Húrra Reykjavík hefur einnig ákveðið að afnema tolla af leðurskóm strax í nóvember. Vilhjálmur Vilhjálmsson, verslunarstjóri í Herragarðinum í Kringlunni, segir að þeim hafi fundist að kúnninn hafi verið svolítið að bíða eftir lækkununum þar sem tollamálin hafa verið lengi í umræðunni. „Við erum bæði að vekja athygli á því að í okkar tilviki þá er klárlega hagstæðara að versla okkar merki á Íslandi. Það hefur raunverulega verið svipað verðlag og erlendis, en nú verður klárlega hagstæðara að versla heima vegna tollalækkanana, auk þess sem fólk fær skilaréttinn og skiptiréttinn og að okkar mati betri þjónustu,“ segir Vilhjálmur.Herragarðurinn lækkaði verð sitt um 15 prósent á dögunum.Mynd af Instagram HerragarðarinsHagur allra að versla á ÍslandiVilhjálmur segir að þeir hafi einnig ákveðið að lækka verð til að undirstrika hvað breytingin á tollum skiptir miklu máli fyrir verslanir á Íslandi til að halda versluninni heima. „Síðustu misseri eru Íslendingar farnir að ferðast meira erlendis og maður hefur heyrt að almenningi finnist verð á merkjavöru hér í fatnaði vera frekar há, en við vildum sýna fram á það að svo sé ekki. Við vildum aðalega leggja áherslu á að það er hagur allra að versla heima á Íslandi,“ segir Vilhjálmur. „Við ákváðum að gefa bara flatt 15 prósent af verðinu, svo má fólk búast við því að sjá áframhaldandi betri verð eftir áramótin. Þetta er allt gert með jákvæðni og bjartsýni,“ segir Vilhjálmur.Afnema tolla af leðurskómSindri Snær Jensson, annar eigandi Húrra Reykjavík, segir að rætt hafi verið innanhúss að lækka verðin fyrirfram. „Við erum heppnir með það að við höfum gert það þannig að merkin sem við erum með eru flest öll framleidd í Evrópu, því fatnaður með tolla skekkir svo mikið verðin miðað við Danmörku og annars staðar. Fatnaður hjá okkur er með litla sem enga tolla, en við höfum hugsað okkur að lækka verðin á leðurskóm sem innfluttir eru frá Bandaríkjunum núna fyrir jól. Við höfum hugsað okkur að lækka verðin af þeim og leyfa viðskiptavinum að njóta góðs af því strax þó að við séum búnir að borga toll af þeim öllu," segir Sindri.Strigaskór verða mun hagstæðari eftir áramót„Það sem verður það stærsta í þessu fyrir okkur eru að tollar verða afnumdir af strigaskóm líka eftir áramót. Við erum að versla við íslenskar heildsölur þar sem eru mjög slæmir viðskiptahættir fyrir okkur því þá kemur milliaðili með álagningu. Þess vegna hafa verðin á strigaskóm á Íslandi verið mjög óhagstæð hingað til miðað við annars staðar og við höfum þurft að lækka okkar álagningu til að vera sem næst verðinu í nágrannalöndunum. Ef umboðin taka þessari lækkun af fullri alvöru um áramótin þá er það ein stærsta breytingin að Íslendingar geta fengið þessa strigaskó á betri verði og við munum ekki hækka álagninguna okkar. Það verður langstærsta breytingin og þá getum við boðið ennþá betra úrval," segir Sindri. Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Nokkrar verslanir hafa ákveðið að afnema tolla af verði sínu strax í nóvember, þrátt fyrir að afleiðingar tollabreytinga eigi sér ekki stað fyrr en um áramótin. Meðal þeirra eru Herragarðurinn og Húrra Reykjavík. Eigendur Herragarðsins, Boss-búðarinnar, Englabarna og Mathildu hafa ákveðið að veita fimmtán prósenta afslátt af öllum vörum fram til áramóta til þess að leyfa viðskiptavinum að njóta áhrifa afnámi fatatolla áður en þeir ganga formlega í garð um áramótin. Þeir eru ekki einir um þetta, en verslunin Húrra Reykjavík hefur einnig ákveðið að afnema tolla af leðurskóm strax í nóvember. Vilhjálmur Vilhjálmsson, verslunarstjóri í Herragarðinum í Kringlunni, segir að þeim hafi fundist að kúnninn hafi verið svolítið að bíða eftir lækkununum þar sem tollamálin hafa verið lengi í umræðunni. „Við erum bæði að vekja athygli á því að í okkar tilviki þá er klárlega hagstæðara að versla okkar merki á Íslandi. Það hefur raunverulega verið svipað verðlag og erlendis, en nú verður klárlega hagstæðara að versla heima vegna tollalækkanana, auk þess sem fólk fær skilaréttinn og skiptiréttinn og að okkar mati betri þjónustu,“ segir Vilhjálmur.Herragarðurinn lækkaði verð sitt um 15 prósent á dögunum.Mynd af Instagram HerragarðarinsHagur allra að versla á ÍslandiVilhjálmur segir að þeir hafi einnig ákveðið að lækka verð til að undirstrika hvað breytingin á tollum skiptir miklu máli fyrir verslanir á Íslandi til að halda versluninni heima. „Síðustu misseri eru Íslendingar farnir að ferðast meira erlendis og maður hefur heyrt að almenningi finnist verð á merkjavöru hér í fatnaði vera frekar há, en við vildum sýna fram á það að svo sé ekki. Við vildum aðalega leggja áherslu á að það er hagur allra að versla heima á Íslandi,“ segir Vilhjálmur. „Við ákváðum að gefa bara flatt 15 prósent af verðinu, svo má fólk búast við því að sjá áframhaldandi betri verð eftir áramótin. Þetta er allt gert með jákvæðni og bjartsýni,“ segir Vilhjálmur.Afnema tolla af leðurskómSindri Snær Jensson, annar eigandi Húrra Reykjavík, segir að rætt hafi verið innanhúss að lækka verðin fyrirfram. „Við erum heppnir með það að við höfum gert það þannig að merkin sem við erum með eru flest öll framleidd í Evrópu, því fatnaður með tolla skekkir svo mikið verðin miðað við Danmörku og annars staðar. Fatnaður hjá okkur er með litla sem enga tolla, en við höfum hugsað okkur að lækka verðin á leðurskóm sem innfluttir eru frá Bandaríkjunum núna fyrir jól. Við höfum hugsað okkur að lækka verðin af þeim og leyfa viðskiptavinum að njóta góðs af því strax þó að við séum búnir að borga toll af þeim öllu," segir Sindri.Strigaskór verða mun hagstæðari eftir áramót„Það sem verður það stærsta í þessu fyrir okkur eru að tollar verða afnumdir af strigaskóm líka eftir áramót. Við erum að versla við íslenskar heildsölur þar sem eru mjög slæmir viðskiptahættir fyrir okkur því þá kemur milliaðili með álagningu. Þess vegna hafa verðin á strigaskóm á Íslandi verið mjög óhagstæð hingað til miðað við annars staðar og við höfum þurft að lækka okkar álagningu til að vera sem næst verðinu í nágrannalöndunum. Ef umboðin taka þessari lækkun af fullri alvöru um áramótin þá er það ein stærsta breytingin að Íslendingar geta fengið þessa strigaskó á betri verði og við munum ekki hækka álagninguna okkar. Það verður langstærsta breytingin og þá getum við boðið ennþá betra úrval," segir Sindri.
Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira