Fleiri verslanir afnema tolla strax Sæunn Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2015 12:58 Húrra Reykjavík ætlar að lækka verðin af leðurskóm og leyfa viðskiptavinum að njóta góðs af tollalækkunum fyrir fram, segir Sindri Jensson annar eigandi verslunarinnar. Nokkrar verslanir hafa ákveðið að afnema tolla af verði sínu strax í nóvember, þrátt fyrir að afleiðingar tollabreytinga eigi sér ekki stað fyrr en um áramótin. Meðal þeirra eru Herragarðurinn og Húrra Reykjavík. Eigendur Herragarðsins, Boss-búðarinnar, Englabarna og Mathildu hafa ákveðið að veita fimmtán prósenta afslátt af öllum vörum fram til áramóta til þess að leyfa viðskiptavinum að njóta áhrifa afnámi fatatolla áður en þeir ganga formlega í garð um áramótin. Þeir eru ekki einir um þetta, en verslunin Húrra Reykjavík hefur einnig ákveðið að afnema tolla af leðurskóm strax í nóvember. Vilhjálmur Vilhjálmsson, verslunarstjóri í Herragarðinum í Kringlunni, segir að þeim hafi fundist að kúnninn hafi verið svolítið að bíða eftir lækkununum þar sem tollamálin hafa verið lengi í umræðunni. „Við erum bæði að vekja athygli á því að í okkar tilviki þá er klárlega hagstæðara að versla okkar merki á Íslandi. Það hefur raunverulega verið svipað verðlag og erlendis, en nú verður klárlega hagstæðara að versla heima vegna tollalækkanana, auk þess sem fólk fær skilaréttinn og skiptiréttinn og að okkar mati betri þjónustu,“ segir Vilhjálmur.Herragarðurinn lækkaði verð sitt um 15 prósent á dögunum.Mynd af Instagram HerragarðarinsHagur allra að versla á ÍslandiVilhjálmur segir að þeir hafi einnig ákveðið að lækka verð til að undirstrika hvað breytingin á tollum skiptir miklu máli fyrir verslanir á Íslandi til að halda versluninni heima. „Síðustu misseri eru Íslendingar farnir að ferðast meira erlendis og maður hefur heyrt að almenningi finnist verð á merkjavöru hér í fatnaði vera frekar há, en við vildum sýna fram á það að svo sé ekki. Við vildum aðalega leggja áherslu á að það er hagur allra að versla heima á Íslandi,“ segir Vilhjálmur. „Við ákváðum að gefa bara flatt 15 prósent af verðinu, svo má fólk búast við því að sjá áframhaldandi betri verð eftir áramótin. Þetta er allt gert með jákvæðni og bjartsýni,“ segir Vilhjálmur.Afnema tolla af leðurskómSindri Snær Jensson, annar eigandi Húrra Reykjavík, segir að rætt hafi verið innanhúss að lækka verðin fyrirfram. „Við erum heppnir með það að við höfum gert það þannig að merkin sem við erum með eru flest öll framleidd í Evrópu, því fatnaður með tolla skekkir svo mikið verðin miðað við Danmörku og annars staðar. Fatnaður hjá okkur er með litla sem enga tolla, en við höfum hugsað okkur að lækka verðin á leðurskóm sem innfluttir eru frá Bandaríkjunum núna fyrir jól. Við höfum hugsað okkur að lækka verðin af þeim og leyfa viðskiptavinum að njóta góðs af því strax þó að við séum búnir að borga toll af þeim öllu," segir Sindri.Strigaskór verða mun hagstæðari eftir áramót„Það sem verður það stærsta í þessu fyrir okkur eru að tollar verða afnumdir af strigaskóm líka eftir áramót. Við erum að versla við íslenskar heildsölur þar sem eru mjög slæmir viðskiptahættir fyrir okkur því þá kemur milliaðili með álagningu. Þess vegna hafa verðin á strigaskóm á Íslandi verið mjög óhagstæð hingað til miðað við annars staðar og við höfum þurft að lækka okkar álagningu til að vera sem næst verðinu í nágrannalöndunum. Ef umboðin taka þessari lækkun af fullri alvöru um áramótin þá er það ein stærsta breytingin að Íslendingar geta fengið þessa strigaskó á betri verði og við munum ekki hækka álagninguna okkar. Það verður langstærsta breytingin og þá getum við boðið ennþá betra úrval," segir Sindri. Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Nokkrar verslanir hafa ákveðið að afnema tolla af verði sínu strax í nóvember, þrátt fyrir að afleiðingar tollabreytinga eigi sér ekki stað fyrr en um áramótin. Meðal þeirra eru Herragarðurinn og Húrra Reykjavík. Eigendur Herragarðsins, Boss-búðarinnar, Englabarna og Mathildu hafa ákveðið að veita fimmtán prósenta afslátt af öllum vörum fram til áramóta til þess að leyfa viðskiptavinum að njóta áhrifa afnámi fatatolla áður en þeir ganga formlega í garð um áramótin. Þeir eru ekki einir um þetta, en verslunin Húrra Reykjavík hefur einnig ákveðið að afnema tolla af leðurskóm strax í nóvember. Vilhjálmur Vilhjálmsson, verslunarstjóri í Herragarðinum í Kringlunni, segir að þeim hafi fundist að kúnninn hafi verið svolítið að bíða eftir lækkununum þar sem tollamálin hafa verið lengi í umræðunni. „Við erum bæði að vekja athygli á því að í okkar tilviki þá er klárlega hagstæðara að versla okkar merki á Íslandi. Það hefur raunverulega verið svipað verðlag og erlendis, en nú verður klárlega hagstæðara að versla heima vegna tollalækkanana, auk þess sem fólk fær skilaréttinn og skiptiréttinn og að okkar mati betri þjónustu,“ segir Vilhjálmur.Herragarðurinn lækkaði verð sitt um 15 prósent á dögunum.Mynd af Instagram HerragarðarinsHagur allra að versla á ÍslandiVilhjálmur segir að þeir hafi einnig ákveðið að lækka verð til að undirstrika hvað breytingin á tollum skiptir miklu máli fyrir verslanir á Íslandi til að halda versluninni heima. „Síðustu misseri eru Íslendingar farnir að ferðast meira erlendis og maður hefur heyrt að almenningi finnist verð á merkjavöru hér í fatnaði vera frekar há, en við vildum sýna fram á það að svo sé ekki. Við vildum aðalega leggja áherslu á að það er hagur allra að versla heima á Íslandi,“ segir Vilhjálmur. „Við ákváðum að gefa bara flatt 15 prósent af verðinu, svo má fólk búast við því að sjá áframhaldandi betri verð eftir áramótin. Þetta er allt gert með jákvæðni og bjartsýni,“ segir Vilhjálmur.Afnema tolla af leðurskómSindri Snær Jensson, annar eigandi Húrra Reykjavík, segir að rætt hafi verið innanhúss að lækka verðin fyrirfram. „Við erum heppnir með það að við höfum gert það þannig að merkin sem við erum með eru flest öll framleidd í Evrópu, því fatnaður með tolla skekkir svo mikið verðin miðað við Danmörku og annars staðar. Fatnaður hjá okkur er með litla sem enga tolla, en við höfum hugsað okkur að lækka verðin á leðurskóm sem innfluttir eru frá Bandaríkjunum núna fyrir jól. Við höfum hugsað okkur að lækka verðin af þeim og leyfa viðskiptavinum að njóta góðs af því strax þó að við séum búnir að borga toll af þeim öllu," segir Sindri.Strigaskór verða mun hagstæðari eftir áramót„Það sem verður það stærsta í þessu fyrir okkur eru að tollar verða afnumdir af strigaskóm líka eftir áramót. Við erum að versla við íslenskar heildsölur þar sem eru mjög slæmir viðskiptahættir fyrir okkur því þá kemur milliaðili með álagningu. Þess vegna hafa verðin á strigaskóm á Íslandi verið mjög óhagstæð hingað til miðað við annars staðar og við höfum þurft að lækka okkar álagningu til að vera sem næst verðinu í nágrannalöndunum. Ef umboðin taka þessari lækkun af fullri alvöru um áramótin þá er það ein stærsta breytingin að Íslendingar geta fengið þessa strigaskó á betri verði og við munum ekki hækka álagninguna okkar. Það verður langstærsta breytingin og þá getum við boðið ennþá betra úrval," segir Sindri.
Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent