Fleiri verslanir afnema tolla strax Sæunn Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2015 12:58 Húrra Reykjavík ætlar að lækka verðin af leðurskóm og leyfa viðskiptavinum að njóta góðs af tollalækkunum fyrir fram, segir Sindri Jensson annar eigandi verslunarinnar. Nokkrar verslanir hafa ákveðið að afnema tolla af verði sínu strax í nóvember, þrátt fyrir að afleiðingar tollabreytinga eigi sér ekki stað fyrr en um áramótin. Meðal þeirra eru Herragarðurinn og Húrra Reykjavík. Eigendur Herragarðsins, Boss-búðarinnar, Englabarna og Mathildu hafa ákveðið að veita fimmtán prósenta afslátt af öllum vörum fram til áramóta til þess að leyfa viðskiptavinum að njóta áhrifa afnámi fatatolla áður en þeir ganga formlega í garð um áramótin. Þeir eru ekki einir um þetta, en verslunin Húrra Reykjavík hefur einnig ákveðið að afnema tolla af leðurskóm strax í nóvember. Vilhjálmur Vilhjálmsson, verslunarstjóri í Herragarðinum í Kringlunni, segir að þeim hafi fundist að kúnninn hafi verið svolítið að bíða eftir lækkununum þar sem tollamálin hafa verið lengi í umræðunni. „Við erum bæði að vekja athygli á því að í okkar tilviki þá er klárlega hagstæðara að versla okkar merki á Íslandi. Það hefur raunverulega verið svipað verðlag og erlendis, en nú verður klárlega hagstæðara að versla heima vegna tollalækkanana, auk þess sem fólk fær skilaréttinn og skiptiréttinn og að okkar mati betri þjónustu,“ segir Vilhjálmur.Herragarðurinn lækkaði verð sitt um 15 prósent á dögunum.Mynd af Instagram HerragarðarinsHagur allra að versla á ÍslandiVilhjálmur segir að þeir hafi einnig ákveðið að lækka verð til að undirstrika hvað breytingin á tollum skiptir miklu máli fyrir verslanir á Íslandi til að halda versluninni heima. „Síðustu misseri eru Íslendingar farnir að ferðast meira erlendis og maður hefur heyrt að almenningi finnist verð á merkjavöru hér í fatnaði vera frekar há, en við vildum sýna fram á það að svo sé ekki. Við vildum aðalega leggja áherslu á að það er hagur allra að versla heima á Íslandi,“ segir Vilhjálmur. „Við ákváðum að gefa bara flatt 15 prósent af verðinu, svo má fólk búast við því að sjá áframhaldandi betri verð eftir áramótin. Þetta er allt gert með jákvæðni og bjartsýni,“ segir Vilhjálmur.Afnema tolla af leðurskómSindri Snær Jensson, annar eigandi Húrra Reykjavík, segir að rætt hafi verið innanhúss að lækka verðin fyrirfram. „Við erum heppnir með það að við höfum gert það þannig að merkin sem við erum með eru flest öll framleidd í Evrópu, því fatnaður með tolla skekkir svo mikið verðin miðað við Danmörku og annars staðar. Fatnaður hjá okkur er með litla sem enga tolla, en við höfum hugsað okkur að lækka verðin á leðurskóm sem innfluttir eru frá Bandaríkjunum núna fyrir jól. Við höfum hugsað okkur að lækka verðin af þeim og leyfa viðskiptavinum að njóta góðs af því strax þó að við séum búnir að borga toll af þeim öllu," segir Sindri.Strigaskór verða mun hagstæðari eftir áramót„Það sem verður það stærsta í þessu fyrir okkur eru að tollar verða afnumdir af strigaskóm líka eftir áramót. Við erum að versla við íslenskar heildsölur þar sem eru mjög slæmir viðskiptahættir fyrir okkur því þá kemur milliaðili með álagningu. Þess vegna hafa verðin á strigaskóm á Íslandi verið mjög óhagstæð hingað til miðað við annars staðar og við höfum þurft að lækka okkar álagningu til að vera sem næst verðinu í nágrannalöndunum. Ef umboðin taka þessari lækkun af fullri alvöru um áramótin þá er það ein stærsta breytingin að Íslendingar geta fengið þessa strigaskó á betri verði og við munum ekki hækka álagninguna okkar. Það verður langstærsta breytingin og þá getum við boðið ennþá betra úrval," segir Sindri. Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Nokkrar verslanir hafa ákveðið að afnema tolla af verði sínu strax í nóvember, þrátt fyrir að afleiðingar tollabreytinga eigi sér ekki stað fyrr en um áramótin. Meðal þeirra eru Herragarðurinn og Húrra Reykjavík. Eigendur Herragarðsins, Boss-búðarinnar, Englabarna og Mathildu hafa ákveðið að veita fimmtán prósenta afslátt af öllum vörum fram til áramóta til þess að leyfa viðskiptavinum að njóta áhrifa afnámi fatatolla áður en þeir ganga formlega í garð um áramótin. Þeir eru ekki einir um þetta, en verslunin Húrra Reykjavík hefur einnig ákveðið að afnema tolla af leðurskóm strax í nóvember. Vilhjálmur Vilhjálmsson, verslunarstjóri í Herragarðinum í Kringlunni, segir að þeim hafi fundist að kúnninn hafi verið svolítið að bíða eftir lækkununum þar sem tollamálin hafa verið lengi í umræðunni. „Við erum bæði að vekja athygli á því að í okkar tilviki þá er klárlega hagstæðara að versla okkar merki á Íslandi. Það hefur raunverulega verið svipað verðlag og erlendis, en nú verður klárlega hagstæðara að versla heima vegna tollalækkanana, auk þess sem fólk fær skilaréttinn og skiptiréttinn og að okkar mati betri þjónustu,“ segir Vilhjálmur.Herragarðurinn lækkaði verð sitt um 15 prósent á dögunum.Mynd af Instagram HerragarðarinsHagur allra að versla á ÍslandiVilhjálmur segir að þeir hafi einnig ákveðið að lækka verð til að undirstrika hvað breytingin á tollum skiptir miklu máli fyrir verslanir á Íslandi til að halda versluninni heima. „Síðustu misseri eru Íslendingar farnir að ferðast meira erlendis og maður hefur heyrt að almenningi finnist verð á merkjavöru hér í fatnaði vera frekar há, en við vildum sýna fram á það að svo sé ekki. Við vildum aðalega leggja áherslu á að það er hagur allra að versla heima á Íslandi,“ segir Vilhjálmur. „Við ákváðum að gefa bara flatt 15 prósent af verðinu, svo má fólk búast við því að sjá áframhaldandi betri verð eftir áramótin. Þetta er allt gert með jákvæðni og bjartsýni,“ segir Vilhjálmur.Afnema tolla af leðurskómSindri Snær Jensson, annar eigandi Húrra Reykjavík, segir að rætt hafi verið innanhúss að lækka verðin fyrirfram. „Við erum heppnir með það að við höfum gert það þannig að merkin sem við erum með eru flest öll framleidd í Evrópu, því fatnaður með tolla skekkir svo mikið verðin miðað við Danmörku og annars staðar. Fatnaður hjá okkur er með litla sem enga tolla, en við höfum hugsað okkur að lækka verðin á leðurskóm sem innfluttir eru frá Bandaríkjunum núna fyrir jól. Við höfum hugsað okkur að lækka verðin af þeim og leyfa viðskiptavinum að njóta góðs af því strax þó að við séum búnir að borga toll af þeim öllu," segir Sindri.Strigaskór verða mun hagstæðari eftir áramót„Það sem verður það stærsta í þessu fyrir okkur eru að tollar verða afnumdir af strigaskóm líka eftir áramót. Við erum að versla við íslenskar heildsölur þar sem eru mjög slæmir viðskiptahættir fyrir okkur því þá kemur milliaðili með álagningu. Þess vegna hafa verðin á strigaskóm á Íslandi verið mjög óhagstæð hingað til miðað við annars staðar og við höfum þurft að lækka okkar álagningu til að vera sem næst verðinu í nágrannalöndunum. Ef umboðin taka þessari lækkun af fullri alvöru um áramótin þá er það ein stærsta breytingin að Íslendingar geta fengið þessa strigaskó á betri verði og við munum ekki hækka álagninguna okkar. Það verður langstærsta breytingin og þá getum við boðið ennþá betra úrval," segir Sindri.
Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira