Fleiri leđurblökur til Íslands

 
Innlent
18:58 18. ÁGÚST 2014
Linda Blöndal skrifar

Fjörtíu tilfelli eru skráð um að leðurblaka hafi fundist hér en ástæður fjölgunarinnar er ekki ljós.

Í nýlegri grein í alþjóðlegu fagtímariti sem nefnist Acta Chiropterologia, skrifa Ævar Petersen, fuglafræðingur og Finnur Ingimarsson náttúrufræðingur yfirlitsgrein um fund leðurblaka við við ísland, Færeyjar, Orkneyjar og Shetlandseyjar með loftslagsbreytingar í huga.

Hér finnast dýrin helst á suðvesturlandi, einkum í Reykjavík og koma þá hingað með vöruflutningaskipum. Þær eru þó ekki stórar sem hingað koma og sú algengasta er trítilblakan sem er rétt um 3 cm á lengd.

Það er talin sennilegasta tegundin sem fannst ekki svo alls fyrir löngu og má sjá á Náttúrufræðisafni Kópavogs.

Leðurblökur eru ýmist heillandi eða hryllilegar í hugum manna enda ófríðar en þær hafa það fram yfir æðri tegundir af spendýrastofninum að þær geta flogið og hafa mörg einstök einkenni eins og að hafa samskipti á ólíkri hljóðtíðni eftir tegundum, sagði Finnur í fréttum stöðvar tvö. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Fleiri leđurblökur til Íslands
Fara efst