Innlent

Fleiri hundruð Íslendingar bíða eftir hjúkrunarrými

Svavar Hávarðsson skrifar
Flestir sem bíða eru 80 ára og eldri.
Flestir sem bíða eru 80 ára og eldri. fréttablaðið/gva
Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst jafnt og þétt frá árinu 2010, en þá biðu 155 einstaklingar eftir hjúkrunarrými samanborið við 306 þann 1. maí 2015. Þetta samsvarar 7,9 á 1.000 íbúa 67 ára og eldri í stað 4,2 árið 2010.

Þetta kemur fram í upplýsingum frá embætti landlæknis sem fer með umsjón með rekstri, viðhaldi og þróun rafrænnar skrár um dvöl í dvalar- og hjúkrunarrýmum.

Um 65% þeirra sem biðu eftir hjúkrunarrými 1. maí 2015 voru 80 ára og eldri, eða 16,6 á hverja 1.000 íbúa á þeim aldri. Þar af voru 139 konur en 61 karl.

Biðlistatölur eru fengnar úr færni- og heilsumatsskrá þar sem skráðar eru upplýsingar sem varða færni- og heilsumat. Skráning er í höndum færni- og heilsumatsnefnda sem leggja faglegt mat á dvalarþörf íbúa í því heilbrigðisumdæmi sem þær starfa. Færni- og heilsumatsskráin inniheldur upplýsingar allt aftur til ársins 1992.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×