Innlent

Flaug með þyrlu Landhelgisgæslunnar til að reyna á myndavél iPhone 6

Stefán Ó. Jónsson skrifar
MYND/Austin MANN
Ferðaljósmyndarinn Austin Mann kom hingað til lands á dögunum til þess að kanna hvernig myndavélin á hinum nýju iPhone 6 snjallsímum kæmi út við krefjandi aðstæður og hefur afraksturinn nú verið birtur á heimasíðu ljósmyndarans.

Ljósmyndarinn ferðaðist meðal annars að Seljalandsfossi, Markarfljótsgljúfri og að Jökulsárlóni þar sem hann lét reyna á notkunarmöguleika myndavélarinnar; þar með talið Hyperlapse-eiginleikann rétt eins og að taka upp myndbönd í hægagangi.

Þá fékk Mann flug með þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að mynda Ísland úr lofti en gæslumenn voru við æfingar þegar ljósmyndarann bar að garði.

Í ferðasögu sinni segir Mann að stafsetning staðarheita á Íslandi hafi verið honum óþægur ljár í þúfu og gert honum erfitt að leggja ferðaupplýsingar á minnið.

Hann segir Ísland einstaklega fjölbreyttan áfangastað sem bjóði upp á krefjandi aðstæður til ljósmyndunar en nánari upplýsingar frá ferðalaginu, myndir og myndskeið má nálgast á heimasíðu Austins Mann.

Frá æfingu LandhelgisgæslunnarMynd/Austin Mann



Fleiri fréttir

Sjá meira


×