Erlent

Fjörutíu milljónir barna undir fimm ára aldri glíma við offitu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá sumarbúðum í Kína fyrir of þung börn.
Frá sumarbúðum í Kína fyrir of þung börn. vísir/getty
Eitt af hverjum þremur börnum í Evrópu á aldrinum sex til níu ára er annaðhvort of þungt eða glímir við offitu.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Guardian greinir frá en í henni er varað við því að árið 2025 verði fjöldi of þunga barna undir fimm ára aldri orðinn sjötíu milljónir en í dag er talið að þau séu um fjöríutíu milljónir.

Þá segir einnig að kostnaðurinn sem fer í að bregðast við sjúkdómum tengdum offitu sé orðinn einn tíundi af öllum heilbrigðiskostnaði í Evrópu og ógni í raun heilbrigðiskerfum álfunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×