Erlent

Fjórtán látnir í flóðum í Vestur-Virginíu

Atli Ísleifsson skrifar
Ríkisstjórinn Tomblin segir að ekki sé útilokað að fjöldi látinna komi til með að hækka.
Ríkisstjórinn Tomblin segir að ekki sé útilokað að fjöldi látinna komi til með að hækka. Mynd/Twitter
Að minnsta kosti fjórtán manns eru látnir í flóðum í Vestur-Virginíu eftir gríðarlegt úrhelli síðustu daga. Á meðal hinna látnu er átta ára drengur.

Úrkoma mældist milli 200 og 250 millimetrar á sex til átta klukkustunda tímabili í hluta ríkisins, að sögn Veðurstofu Bandaríkjanna. Slíkt magn sé óheytilega fátítt.

Ríkisstjórinn Earl Ray Tomblin segir að eyðilegging sé víða mikil og að björgunarstarf standi enn yfir.

Í frétt USA Today segir að búið sé að lýsa yfir neyðarástandi í 44 sýslum og um 150 þjóðvarðliðar hafi verið kallaðir út.

Tomblin segir að ekki sé útilokað að fjöldi látinna komi til með að hækka.

Jan Cahill, lögreglustjóri Greenbrier-sýslu, segir að alger ringulreið ríki í sýslunni. Vegir og brýr hafi eyðilagst og hús ýmist brunnið til grunna eða skolast af grunni sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×