Innlent

Fjórtán ára dóttir hennar var hjá 24 ára gömlum manni en lögreglan gat ekkert gert

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri hefur undanfarna fjórtán mánuði unnið við að leita að týndum börnum og ungmennum fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Hann var fenginn að láni tímabundið frá Ríkislögreglustjóra en ljóst er að ánægja er með hvernig til hefur tekist því í dag fékk hann formlega staðfestingu á að hann hefur verið fastráðinn í fullt starf til að sinna leit að ungmennum undir 18 ára.

Guðmundur segir í viðtali í Íslandi í dag í kvöld að hann hafi fengið áfall þegar hann fékk beiðni um að leita að 11 ára barni á síðasta ári, en það er yngsta barnið sem hann hefur leitað – og fundið - á þessum tíma. Alls hafa 206 beiðnir um leit að ungmennum borist frá Barnavernd til lögreglunnar síðustu 14 mánuði. Þar af voru 124 beiðnir vegna stúlkna en 82 vegna drengja.

Leita þurfti að sumum börnum oftar en einu sinni en alls eru 82 börn og unglingar á bak við þessar beiðnir, 46 stúlkur og 36 piltar.

Rætt var við Guðmund í Íslandi í dag í kvöld og móður tvítugrar stúlku sem á unglingsárum var eitt af þessum týndu börnum. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×