Enski boltinn

Fjórir tilnefndir í báðum flokkum í kjöri leikmanns ársins á Englandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Harry Kane hefur átt draumatímabil.
Harry Kane hefur átt draumatímabil. vísir/getty
Fjórir leikmenn koma til greina sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og besti ungi leikmaðurinn, en greint var frá tilnefningunum í dag.

Chelsea á tvo leikmenn sem koma til greina sem besti leikmaðurinn, en það eru Eden Hazard og Diego Costa. Hazard er einnig tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn.

David De Gea, markvörður Manchester United, Philippe Coutinho, sóknarmaður Liverpool og Harry Kane, sóknarmaður Tottenham, koma einnig til greina sem besti leikmaðurinn og besti ungi leikmaðurinn.

Alexis Sánchez er einnig tilnefndur sem besti leikmaður ársins og Raheem Sterling bætist við listann yfir þá sem tilnefndir eru sem besti ungi leikmaðurinn.

Það eru leikmenn í deildinni sem kjósa en kosningin verður kunngjörð sunnudaginn 26. apríl.

Tilnefndir sem leikmaður tímabilsins

Diego Costa (Chelsea)

Philippe Coutinho (Liverpool)

David de Gea (Manchester United)

Eden Hazard (Chelsea)

Harry Kane (Tottenham)

Alexis Sanchez (Arsenal)

Tilnefndir sem besti ungi leikmaðurinn

Thibaut Courtois (Chelsea)

Philippe Coutinho (Liverpool)

David de Gea (Manchester United)

Eden Hazard (Chelsea)

Harry Kane (Tottenham)

Raheem Sterling (Liverpool)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×