Fjórir piltar grunaðir um yfir 80 innbrot 2. júní 2010 05:00 Mennirnir virðast hafa staðið í ströngu í maí, og brotist inn í fleiri tugi bústaða í Grímsnesi, á Þingvöllum og í Borgarfirði. Fréttablaðið / stefán Fjórir unglingspiltar eru í haldi yfirvalda, þrír í gæsluvarðhaldi og einn á meðferðarstofnuninni Stuðlum, grunaðir um að standa að mikilli innbrotaöldu á Suður- og Vesturlandi í maí. Elsti pilturinn er átján ára Íslendingur en hinir þrír, einn fimm-tán ára og tveir sextán ára, eru af pólsku og slóvensku bergi brotnir. Þeir eru allir búsettir á höfuðborgar-svæðinu. Þrír úr hópnum voru handteknir eftir innbrotahrinu í Borgarfirði í fyrri hluta maí. Þorsteinn Jónsson hjá lögreglunni í Borgarnesi segir mennina grunaða um 25 innbrot á svæðinu en ómögulegt sé að segja til um hversu mikið komi til með að sannast á þá. Mennirnir neita að hafa komið nærri brotunum. Skömmu áður voru sömu menn handteknir vegna átta innbrota í bústaði við Sogið. Þeir hafa gengist við þeim að hluta. Fjórmenningarnir voru loks handteknir í síðustu viku grunaðir um innbrot í tugi bústaða í Grímsnesi og á Þingvallasvæðinu. Tilkynningar til lögreglu eru nú orðnar um fimmtíu og þeim gæti enn fjölgað. Svo virðist sem þeir hafi stolið pallbíl í Reykjavík fyrir síðustu atlöguna, ekið honum austur fyrir fjall og hlaðið hann þýfi. Þeir reyndu síðan að brjótast inn í þjónustumiðstöðina á Þingvöllum en þurftu frá að hverfa. Heildarfjöldi innbrotanna sem þeir eru grunaðir um er orðinn á níunda tug. Piltarnir ásældust einkum flatskjái og önnur raftæki. Talið er að drjúgum hluta af þýfinu hafi verið komið í verð og vandséð er að hægt verði að endurheimta það. Þorgrímur Óli Sigurðsson hjá lögreglunni á Selfossi segist aldrei hafa kynnst öðru eins. „Þetta eru langflest sumarbústaðainnbrot sem við höfum séð. Þarna erum við að fá ársskammtinn á innan við mánuði.“ Þorsteinn Jónsson í Borgarnesi segist, eftir sextán ára reynslu af starfinu, nú horfa upp á alveg nýja tegund af glæpamönnum. „Þessir menn nota vettlinga og skóhlífar til að finnast síður og virðast vera mjög forhertir þrátt fyrir ungan aldur,“ segir Þorsteinn og nefnir sem dæmi að lögregla hafi stöðvað mennina við reglubundið eftirlit af því að þeir hafi þótt grunsamlegir, en leyft þeim að halda áfram för. Örfáum mínútum síðar, um leið og þeir hurfu sjónum lögreglu, hafi þeir hins vegar brotist inn. stigur@frettabladid.is Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Fjórir unglingspiltar eru í haldi yfirvalda, þrír í gæsluvarðhaldi og einn á meðferðarstofnuninni Stuðlum, grunaðir um að standa að mikilli innbrotaöldu á Suður- og Vesturlandi í maí. Elsti pilturinn er átján ára Íslendingur en hinir þrír, einn fimm-tán ára og tveir sextán ára, eru af pólsku og slóvensku bergi brotnir. Þeir eru allir búsettir á höfuðborgar-svæðinu. Þrír úr hópnum voru handteknir eftir innbrotahrinu í Borgarfirði í fyrri hluta maí. Þorsteinn Jónsson hjá lögreglunni í Borgarnesi segir mennina grunaða um 25 innbrot á svæðinu en ómögulegt sé að segja til um hversu mikið komi til með að sannast á þá. Mennirnir neita að hafa komið nærri brotunum. Skömmu áður voru sömu menn handteknir vegna átta innbrota í bústaði við Sogið. Þeir hafa gengist við þeim að hluta. Fjórmenningarnir voru loks handteknir í síðustu viku grunaðir um innbrot í tugi bústaða í Grímsnesi og á Þingvallasvæðinu. Tilkynningar til lögreglu eru nú orðnar um fimmtíu og þeim gæti enn fjölgað. Svo virðist sem þeir hafi stolið pallbíl í Reykjavík fyrir síðustu atlöguna, ekið honum austur fyrir fjall og hlaðið hann þýfi. Þeir reyndu síðan að brjótast inn í þjónustumiðstöðina á Þingvöllum en þurftu frá að hverfa. Heildarfjöldi innbrotanna sem þeir eru grunaðir um er orðinn á níunda tug. Piltarnir ásældust einkum flatskjái og önnur raftæki. Talið er að drjúgum hluta af þýfinu hafi verið komið í verð og vandséð er að hægt verði að endurheimta það. Þorgrímur Óli Sigurðsson hjá lögreglunni á Selfossi segist aldrei hafa kynnst öðru eins. „Þetta eru langflest sumarbústaðainnbrot sem við höfum séð. Þarna erum við að fá ársskammtinn á innan við mánuði.“ Þorsteinn Jónsson í Borgarnesi segist, eftir sextán ára reynslu af starfinu, nú horfa upp á alveg nýja tegund af glæpamönnum. „Þessir menn nota vettlinga og skóhlífar til að finnast síður og virðast vera mjög forhertir þrátt fyrir ungan aldur,“ segir Þorsteinn og nefnir sem dæmi að lögregla hafi stöðvað mennina við reglubundið eftirlit af því að þeir hafi þótt grunsamlegir, en leyft þeim að halda áfram för. Örfáum mínútum síðar, um leið og þeir hurfu sjónum lögreglu, hafi þeir hins vegar brotist inn. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira