Erlent

Fjórir drengir sakaðir um hópnauðgun í flóttamannabúðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá einum af mörgum flóttamannabúðum í Grikklandi.
Frá einum af mörgum flóttamannabúðum í Grikklandi. Vísir/AFP
Fjórir ólögráða drengir hafa verið handteknir í flóttamannabúðum í Grikklandi. Drengirnir, sem eru frá Pakistan, eru sakaðir um að hafa nauðgað öðrum ólögráða dreng frá Pakistan. Drengirnir eru alli 16 og 17 ára.

Nauðgunin er sögð hafa átt sér stað á sunnudaginn og verða hinir meintu gerendur færðir fyrir dómara í dag, samkvæmt AFP fréttaveitunni.

Um 60 þúsund flótta- og farandsfólk er nú í þéttbýlnum búðum víða um Grikkland. Margir hverjir sitja þar fastir eftir að yfirvöld ríkjanna á Balkanskaga ákváðu að loka landamærum sínum fyrr á árinu.

Mannréttindasamtök hafa ítrekað óskað eftir því að ólögráða flóttafólk verði hýst í þess til gerðum búðum en ekki með þeim sem eldri eru.

Fólkið er látið bíða í búðunum í marga mánuði og reglulega brjótast út slagmál þeirra á milli. Rýma þurfti fimm þúsund manna búðir í síðustu viku eftir að eldur kviknaði þar vegna slagsmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×