Erlent

Fjórir ákærðir vegna Kardashian ránsins

Ræningjarnir eru flestir á gamals aldri.
Ræningjarnir eru flestir á gamals aldri. Vísir/Mynd
Fjórir hafa verið ákærðir af yfirvöldum í Frakklandi fyrir að hafa verið viðriðnir ránið í íbúð raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian í París á síðasta ári.

Einn þeirra ákærðu er talinn hafa tekið þátt í ráninu með beinum hætti, en þrír þeirra tóku þátt í því að skipuleggja ránið þar sem Kardashian var ógnað með byssu, bundin og kefluð á meðan ræningjarnir hurfu á brott með skartgripi að andvirði tíu milljóna evra.

Sá sem ákærður er fyrir beina þátttöku í ráninu er 63 ára gamall, en franska lögreglan telur nú að glæpahópurinn sem stóð að baki ráninu sé ,,glæpaklíka af gamla skólanum‘‘ en meðal þeirra handteknu eru margir einstaklingar sem allir hafa náð háum aldri og margir eiga sér langan brotaferil. 

Sjá einnig: Eldri borgari grunaður um að hafa rænt Kim Kardashian

Lögreglan í Frakklandi hafði handtekið sautján einstaklinga sem taldir voru tengjast málinu en þremur þeirra var sleppt, þar á meðal bílstjóri Kardashian en bróðir hans er hins vegar talinn hafa nýtt sér upplýsingar um fjarveru lífvarðar Kardashian auk upplýsinga um aðsetur Kardashian fjölskyldunnar í París.

Tveir einstaklingar sem lögreglan grunar um að vera viðriðnir ránið hafa hins vegar ekki náðst, en talið er að þeir hefjist nú við í Belgíu, en talið er að meirihluti þeirra skartgripa sem rænt var af heimili Kardashian hafi nú þegar verið seldur á svörtum markaði.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×