Innlent

Fjórar kindur og hundur á jólaballi Lindakirkju

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Sóknarprestur Lindakirkju, Guðmundur Karl með gítarinn og tvær af kindunum, sem tóku þátt í jólaballi dagsins.
Sóknarprestur Lindakirkju, Guðmundur Karl með gítarinn og tvær af kindunum, sem tóku þátt í jólaballi dagsins. mynd/mhh
„Við erum alltaf að gera eitthvað skemmtilegt og óvenjulegt í kirkjunni, það nýjast var hjá okkur í dag þegar fjórar sprækar kindur mættu á jólaballið okkar og vöktu mikla kátínu hjá krökkunum og ekki síður hjá fullorðna fólkinu, það var líka hundur með í för“, segir Guðmundur Karl Brynjarssonar, sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi, þegar hann var spurður út í þátt íslensku sauðkindarinnar á ballinu. Kindurnar komu frá fjárbónda á Suðurnesjum.

Krakkarnir voru duglegir að gefa kindunum brauð.mynd/mhh
„Ég man að ein þeirra heitir Barbí og ein Auður, ég man ekki hin tvö nöfnin. Þær voru æstar í brauðið, sem krakkarnir gáfu þeim en tilgangur með heimsókn þeirra var fyrst og fremst að rifja upp söguna um fjárhirðana í jólaguðspjallinu og útbúa smá leik í kringum það“, bætir Guðmundur Karl við. Um 100 manns mættu á jólaballið og leit Hurðaskellir við og færði börnunum mandarínur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×