Erlent

Fjölskylda drengs sem skotinn var til bana af lögreglu rukkuð fyrir sjúkrabílinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá mótmælum í Cleveland um áramótin, vegna dauða Tamir Rice.
Frá mótmælum í Cleveland um áramótin, vegna dauða Tamir Rice. Vísir/Getty
Hinn tólf ára gamli Tamir Rice var að leik með loftbyssu í garði í Cleveland þann 22. nóvember 2014. Lögreglunni barst tilkynning um tvítugan blökkumann með byssu og voru lögregluþjónar sendir á vettvang. Þegar þeir komu þangað skutu þeir Rice sem lést á sjúkrahúsi degi seinna.

Fyrir áramót var tilkynnt að lögregluþjónunum yrði ekki refsað fyrir atvikið og nú á dögunum barst fjölskyldunni rukkun fyrir útkall sjúkrabílsins sem flutti Rice á sjúkrahús.

Fjölskyldan er reið og miður sín yfir rukkuninni, en samkvæmt CNN er verkalýðsfélag lögregluþjóna í Cleveland það einnig. Um er ræða rúmlega 60 þúsund króna reikning.

Í tölvupósti til Washington Post segir Subodh Chandre, lögmaður fjölskyldunnar, að það þarfnist mikillar vanhugsunar og tillitsleysis að senda slíkan reikning. Sérstaklega eftir að lögregluþjónar borgarinnar hafi skotið Tamir Rice. Hann sagði reikninginn bæta móðgun ofan á morð.

Umfjöllun CBS hér má sjá hvernig byssan leit út. Myndbandið í heild sinni. Skotárásin gerist upp úr 8:00.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×