Lífið

Fjölmenni á ráðstefnunni Konur í ljósmyndun - Myndaveisla

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fyrirlesararnir fjórir
Fyrirlesararnir fjórir mynd/óskar páll elfarsson
Síðastliðinn fimmtudag var haldin á vegum Nýherja og Canon ráðstefnan Konur í ljósmyndun. Þar héldu Bára Kristinsdóttir, Ragnheiður Arngrímsdóttir, Saga Sigurðardóttir og Sigríður Ella Frímannsdóttir erindi þar sem þær frá reynslu sinni úr heimi ljósmyndunar og sögðu frá vinnu sinni í geiranum.

Umfjöllunarefni var af ýmsum toga, allt frá auglýsingaljósmyndun fyrir Nike, Topshop, Vogue og Dazed&Confused yfir í listræna ljósmyndun og hefðbundna portrett ljósmyndun. Um 120 manns mættu á viðburðinn og hlýddu á reynslu ljósmyndaranna.

Óskar Páll Elfarsson var á staðnum og tók myndir af viðburðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×