Fjölga þarf innflytjendum til að standa undir hagvexti Una Sighvatsdóttir skrifar 7. janúar 2016 20:30 Nú við upphaf ársins 2016 er staðan í hagkerfinu býsna góð og allar forsendur til staðar fyrir áframhaldandi hagvexti, að mati Samtaka atvinnulífsins, en fram kom á hádegisfundi þeirra í dag um horfur í atvinnulífinu að aðstæður séu nú að breytast mjög hratt. Vísbendingar eru um að bjartsýni neytenda hafi vaxið enda eykst einkaneysla hratt og kaupmáttur ráðstöfunartekna er orðinn meiri en hann var árið 2007. Flestar atvinnugreinar sjá fram á aukna fjárfestingu og ráðningar á þessu ári og spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn því að Ísland verði í öðru sæti OECD 2016 ríkja með 3,7% hagvöxt. Meginstoðir þessarar jákvæðu þróunar eru mikil aukning útflutningstekna, sér í lagi vegna ferðaþjónustunnar.Hverjir eiga að standa undir hagvextinum? Stóra spurningin til lengri tíma er hinsvegar hvernig samfélagið á að standa undir hagvexti til framtíðar. Fyrirséð er að hlutfal eldri borgara mun vaxa hratt á næstu tveimur áratugum. Um leið fækkar vinnandi höndum hlutfallslega á móti. Þetta eru risavaxnar áskoranir að mati Samtakanna, því ef hagkerfið heldur áfram að vaxa um 2,5% á ári er fyrirséð að mikill skortur verður á starfsfólki. Til að standa undir hagvexti þarf því að fjölga íbúum landsins sem geta unnið. Samtökin leggja meðal annars til að hækka verði eftirlaunaaldur og stytta námstíma til að mæta þessari þörf á vinnumarkaði.Kalli á skýra stefnu í innflytjendamálum Slíkar aðgerðir myndu þó ekki brúa mannaflaþörfina nema að hluta. Hagstofa Íslands hefur gert ráð fyrir árlegri þörf fyrir ríflega 2000 erlenda starfsmenn næstu tuttugu árin. Gangi þessar spár eftir mun hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi ríflega tvöfaldast, úr 8% landsmanna í 20%. Samtök atvinnulífsins telja hinsvegar að þörfin verði umtalsvert meiri en Hagstofan gerir ráð fyrir. Þetta sé í senn óumflýjanleg og eftirsóknarverð þróun, sem muni breyta ásýnd samfélagsins á komandi árum með aukinni fjölbreytni og styrkja hagkerfið, en kalli um leið á skýra stefnu í innflytjendamálum. Tengdar fréttir SA leggur til að skólagangan verði frá fimm til átján ára aldurs Ef stúdentspróf yrði við 18 ára aldur myndi landsframleiðsla aukast um tæpa 40 milljarða króna að mati SA. 7. janúar 2016 13:49 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Nú við upphaf ársins 2016 er staðan í hagkerfinu býsna góð og allar forsendur til staðar fyrir áframhaldandi hagvexti, að mati Samtaka atvinnulífsins, en fram kom á hádegisfundi þeirra í dag um horfur í atvinnulífinu að aðstæður séu nú að breytast mjög hratt. Vísbendingar eru um að bjartsýni neytenda hafi vaxið enda eykst einkaneysla hratt og kaupmáttur ráðstöfunartekna er orðinn meiri en hann var árið 2007. Flestar atvinnugreinar sjá fram á aukna fjárfestingu og ráðningar á þessu ári og spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn því að Ísland verði í öðru sæti OECD 2016 ríkja með 3,7% hagvöxt. Meginstoðir þessarar jákvæðu þróunar eru mikil aukning útflutningstekna, sér í lagi vegna ferðaþjónustunnar.Hverjir eiga að standa undir hagvextinum? Stóra spurningin til lengri tíma er hinsvegar hvernig samfélagið á að standa undir hagvexti til framtíðar. Fyrirséð er að hlutfal eldri borgara mun vaxa hratt á næstu tveimur áratugum. Um leið fækkar vinnandi höndum hlutfallslega á móti. Þetta eru risavaxnar áskoranir að mati Samtakanna, því ef hagkerfið heldur áfram að vaxa um 2,5% á ári er fyrirséð að mikill skortur verður á starfsfólki. Til að standa undir hagvexti þarf því að fjölga íbúum landsins sem geta unnið. Samtökin leggja meðal annars til að hækka verði eftirlaunaaldur og stytta námstíma til að mæta þessari þörf á vinnumarkaði.Kalli á skýra stefnu í innflytjendamálum Slíkar aðgerðir myndu þó ekki brúa mannaflaþörfina nema að hluta. Hagstofa Íslands hefur gert ráð fyrir árlegri þörf fyrir ríflega 2000 erlenda starfsmenn næstu tuttugu árin. Gangi þessar spár eftir mun hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi ríflega tvöfaldast, úr 8% landsmanna í 20%. Samtök atvinnulífsins telja hinsvegar að þörfin verði umtalsvert meiri en Hagstofan gerir ráð fyrir. Þetta sé í senn óumflýjanleg og eftirsóknarverð þróun, sem muni breyta ásýnd samfélagsins á komandi árum með aukinni fjölbreytni og styrkja hagkerfið, en kalli um leið á skýra stefnu í innflytjendamálum.
Tengdar fréttir SA leggur til að skólagangan verði frá fimm til átján ára aldurs Ef stúdentspróf yrði við 18 ára aldur myndi landsframleiðsla aukast um tæpa 40 milljarða króna að mati SA. 7. janúar 2016 13:49 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
SA leggur til að skólagangan verði frá fimm til átján ára aldurs Ef stúdentspróf yrði við 18 ára aldur myndi landsframleiðsla aukast um tæpa 40 milljarða króna að mati SA. 7. janúar 2016 13:49