Fjölga þarf innflytjendum til að standa undir hagvexti Una Sighvatsdóttir skrifar 7. janúar 2016 20:30 Nú við upphaf ársins 2016 er staðan í hagkerfinu býsna góð og allar forsendur til staðar fyrir áframhaldandi hagvexti, að mati Samtaka atvinnulífsins, en fram kom á hádegisfundi þeirra í dag um horfur í atvinnulífinu að aðstæður séu nú að breytast mjög hratt. Vísbendingar eru um að bjartsýni neytenda hafi vaxið enda eykst einkaneysla hratt og kaupmáttur ráðstöfunartekna er orðinn meiri en hann var árið 2007. Flestar atvinnugreinar sjá fram á aukna fjárfestingu og ráðningar á þessu ári og spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn því að Ísland verði í öðru sæti OECD 2016 ríkja með 3,7% hagvöxt. Meginstoðir þessarar jákvæðu þróunar eru mikil aukning útflutningstekna, sér í lagi vegna ferðaþjónustunnar.Hverjir eiga að standa undir hagvextinum? Stóra spurningin til lengri tíma er hinsvegar hvernig samfélagið á að standa undir hagvexti til framtíðar. Fyrirséð er að hlutfal eldri borgara mun vaxa hratt á næstu tveimur áratugum. Um leið fækkar vinnandi höndum hlutfallslega á móti. Þetta eru risavaxnar áskoranir að mati Samtakanna, því ef hagkerfið heldur áfram að vaxa um 2,5% á ári er fyrirséð að mikill skortur verður á starfsfólki. Til að standa undir hagvexti þarf því að fjölga íbúum landsins sem geta unnið. Samtökin leggja meðal annars til að hækka verði eftirlaunaaldur og stytta námstíma til að mæta þessari þörf á vinnumarkaði.Kalli á skýra stefnu í innflytjendamálum Slíkar aðgerðir myndu þó ekki brúa mannaflaþörfina nema að hluta. Hagstofa Íslands hefur gert ráð fyrir árlegri þörf fyrir ríflega 2000 erlenda starfsmenn næstu tuttugu árin. Gangi þessar spár eftir mun hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi ríflega tvöfaldast, úr 8% landsmanna í 20%. Samtök atvinnulífsins telja hinsvegar að þörfin verði umtalsvert meiri en Hagstofan gerir ráð fyrir. Þetta sé í senn óumflýjanleg og eftirsóknarverð þróun, sem muni breyta ásýnd samfélagsins á komandi árum með aukinni fjölbreytni og styrkja hagkerfið, en kalli um leið á skýra stefnu í innflytjendamálum. Tengdar fréttir SA leggur til að skólagangan verði frá fimm til átján ára aldurs Ef stúdentspróf yrði við 18 ára aldur myndi landsframleiðsla aukast um tæpa 40 milljarða króna að mati SA. 7. janúar 2016 13:49 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni Sjá meira
Nú við upphaf ársins 2016 er staðan í hagkerfinu býsna góð og allar forsendur til staðar fyrir áframhaldandi hagvexti, að mati Samtaka atvinnulífsins, en fram kom á hádegisfundi þeirra í dag um horfur í atvinnulífinu að aðstæður séu nú að breytast mjög hratt. Vísbendingar eru um að bjartsýni neytenda hafi vaxið enda eykst einkaneysla hratt og kaupmáttur ráðstöfunartekna er orðinn meiri en hann var árið 2007. Flestar atvinnugreinar sjá fram á aukna fjárfestingu og ráðningar á þessu ári og spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn því að Ísland verði í öðru sæti OECD 2016 ríkja með 3,7% hagvöxt. Meginstoðir þessarar jákvæðu þróunar eru mikil aukning útflutningstekna, sér í lagi vegna ferðaþjónustunnar.Hverjir eiga að standa undir hagvextinum? Stóra spurningin til lengri tíma er hinsvegar hvernig samfélagið á að standa undir hagvexti til framtíðar. Fyrirséð er að hlutfal eldri borgara mun vaxa hratt á næstu tveimur áratugum. Um leið fækkar vinnandi höndum hlutfallslega á móti. Þetta eru risavaxnar áskoranir að mati Samtakanna, því ef hagkerfið heldur áfram að vaxa um 2,5% á ári er fyrirséð að mikill skortur verður á starfsfólki. Til að standa undir hagvexti þarf því að fjölga íbúum landsins sem geta unnið. Samtökin leggja meðal annars til að hækka verði eftirlaunaaldur og stytta námstíma til að mæta þessari þörf á vinnumarkaði.Kalli á skýra stefnu í innflytjendamálum Slíkar aðgerðir myndu þó ekki brúa mannaflaþörfina nema að hluta. Hagstofa Íslands hefur gert ráð fyrir árlegri þörf fyrir ríflega 2000 erlenda starfsmenn næstu tuttugu árin. Gangi þessar spár eftir mun hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi ríflega tvöfaldast, úr 8% landsmanna í 20%. Samtök atvinnulífsins telja hinsvegar að þörfin verði umtalsvert meiri en Hagstofan gerir ráð fyrir. Þetta sé í senn óumflýjanleg og eftirsóknarverð þróun, sem muni breyta ásýnd samfélagsins á komandi árum með aukinni fjölbreytni og styrkja hagkerfið, en kalli um leið á skýra stefnu í innflytjendamálum.
Tengdar fréttir SA leggur til að skólagangan verði frá fimm til átján ára aldurs Ef stúdentspróf yrði við 18 ára aldur myndi landsframleiðsla aukast um tæpa 40 milljarða króna að mati SA. 7. janúar 2016 13:49 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni Sjá meira
SA leggur til að skólagangan verði frá fimm til átján ára aldurs Ef stúdentspróf yrði við 18 ára aldur myndi landsframleiðsla aukast um tæpa 40 milljarða króna að mati SA. 7. janúar 2016 13:49