Innlent

Fjöldi manns í hrakningum á Holtavörðuheiði

Fjöldi manns á hátt í tuttugu bílum lentu í hrakningum á Holtavörðuheiði í gærkvöldi og þurftu björgunarsveitir að koma fólkinu til aðstoðar.

Í frystu var reynt að aðstoða fólk í bílum sínum niður af heiðinni og lagði Vegagerðin til tæki og mannskap en verkið sóttist seint í aftaka veðri.

Var þá brugðið á það ráð að skilja bílana eftir og ferja fólkið í bjögunarsveitarbílum niður í Staðarskála og fengu svo einhverjir tugir manna gistingu í Reykjaskóla í nótt. Farið verður að sækja bílana og ryðja heiðina um leið og veður leyfir.

Björgunarsveitarmenn þurftu líka að aðstoða vegfarendur um Bröttubrekku og Fróðárhgeiði á Snæfellsnesi í gærkvöldi og Öxnadalsheiði lokaðist líka.

Ekki er vitað til þess að neinn hafi sakað í þessum hrakningum, en bæði Veðurstofan og Vegagerðin höfðu varað við óveðri og ófærð.  



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×